Kæri Sturla Andrés Pétursson skrifar 24. september 2009 06:00 Það var með nokkrum áhuga sem ég las grein þína um Evrópumál á vefritinu pressan.is fyrir skömmu. Ástæðan er sú að við hjá Evrópusamtökunum fögnum allri vitrænni umræðu um þessi mál enda mikilvægt að sem flestir taki þátt henni. Það er ljóst að hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu er mjög umdeild enda fylgja aðild bæði kostir og gallar. Ég var hins vegar undrandi á þeim rökum sem þú beittir í grein þinni enda gengur margt í þeim málflutningi þvert gegn þeim niðurstöðum sem koma fram í skýrslu flokks þíns, Sjálfstæðisflokksins, í janúar síðstliðnum. Þér er til dæmis tíðrætt um að að Evrópusambandið muni taka yfir auðlindir Íslendinga. Ekki er mér ljóst hvaða auðlindir þú átt við enda skilgreinir þú það ekki sérstaklega. Í skýrslu auðlindalindanefndar Sjálfstæðisflokksins segir orðrétt: „Niðurstaða undirritaðra er að aðild að sambandinu muni ekki valda verulegum breytingum á málefnum er tengjast raforku, vatni, jarðvarma, olíu og gasi. Aðild að ESB hefði engin áhrif á yfirráð Íslands yfir Drekasvæðinu. Aðildin mun heldur ekki valda verulegum breytingum á regluverkinu er gildir um hálendið eða á málefni norðurheimskautsins." Varðandi sjávarútvegsmálin segir í álitinu: „meginreglan um hlutfallslegan stöðugleika í óbreyttri mynd tryggir Íslendingum sama hlutfall heildarkvóta og nú er, m.ö.o. íslenska ríkið fengi kvótann við Íslandsstrendur til úthlutunar til þeirra sem hafa veiðireynslu. Erlendir aðilar innan ESB fengju hann ekki þar sem þeir hafa ekki veitt að neinu ráði á íslensku hafsvæði síðastliðna þrjá áratugi… Rétt er að benda á að Lissabonsáttmálinn snertir ekki eignarhald á auðlindum eða auðlindastjórnun. Ekki frekar en Rómarsáttmálinn eða aðrir grundvallarsáttmálar sambandsins." (http://www.evropunefnd.is/audlindir) Ég spyr því, ert þú ekki sammála niðurstöðum þessarar skýrslu eða hefur þú hreinlega ekki lesið hana? Það er jú hægt að gera meiri kröfur til þín sem fyrrverandi ráðherra og alþingismanns en hins almenna borgara sem ekki hefur sömu tækifæri til að kynna sér skýrslur og gögn um þetta mál. Það er mikilvægt að sú Evrópuumræða sem fer fram næstu misserin sé málefnaleg og byggð á staðreyndum en ekki á gróusögum eða vafasömum túlkunum á störfum og stefnu Evrópusambandsins. Höfundur er formaður Evrópusamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Það var með nokkrum áhuga sem ég las grein þína um Evrópumál á vefritinu pressan.is fyrir skömmu. Ástæðan er sú að við hjá Evrópusamtökunum fögnum allri vitrænni umræðu um þessi mál enda mikilvægt að sem flestir taki þátt henni. Það er ljóst að hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu er mjög umdeild enda fylgja aðild bæði kostir og gallar. Ég var hins vegar undrandi á þeim rökum sem þú beittir í grein þinni enda gengur margt í þeim málflutningi þvert gegn þeim niðurstöðum sem koma fram í skýrslu flokks þíns, Sjálfstæðisflokksins, í janúar síðstliðnum. Þér er til dæmis tíðrætt um að að Evrópusambandið muni taka yfir auðlindir Íslendinga. Ekki er mér ljóst hvaða auðlindir þú átt við enda skilgreinir þú það ekki sérstaklega. Í skýrslu auðlindalindanefndar Sjálfstæðisflokksins segir orðrétt: „Niðurstaða undirritaðra er að aðild að sambandinu muni ekki valda verulegum breytingum á málefnum er tengjast raforku, vatni, jarðvarma, olíu og gasi. Aðild að ESB hefði engin áhrif á yfirráð Íslands yfir Drekasvæðinu. Aðildin mun heldur ekki valda verulegum breytingum á regluverkinu er gildir um hálendið eða á málefni norðurheimskautsins." Varðandi sjávarútvegsmálin segir í álitinu: „meginreglan um hlutfallslegan stöðugleika í óbreyttri mynd tryggir Íslendingum sama hlutfall heildarkvóta og nú er, m.ö.o. íslenska ríkið fengi kvótann við Íslandsstrendur til úthlutunar til þeirra sem hafa veiðireynslu. Erlendir aðilar innan ESB fengju hann ekki þar sem þeir hafa ekki veitt að neinu ráði á íslensku hafsvæði síðastliðna þrjá áratugi… Rétt er að benda á að Lissabonsáttmálinn snertir ekki eignarhald á auðlindum eða auðlindastjórnun. Ekki frekar en Rómarsáttmálinn eða aðrir grundvallarsáttmálar sambandsins." (http://www.evropunefnd.is/audlindir) Ég spyr því, ert þú ekki sammála niðurstöðum þessarar skýrslu eða hefur þú hreinlega ekki lesið hana? Það er jú hægt að gera meiri kröfur til þín sem fyrrverandi ráðherra og alþingismanns en hins almenna borgara sem ekki hefur sömu tækifæri til að kynna sér skýrslur og gögn um þetta mál. Það er mikilvægt að sú Evrópuumræða sem fer fram næstu misserin sé málefnaleg og byggð á staðreyndum en ekki á gróusögum eða vafasömum túlkunum á störfum og stefnu Evrópusambandsins. Höfundur er formaður Evrópusamtakanna.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun