Innlent

Grunur beinist ekki að starfsmönnum KPMG og Price Waterhouse Coopers

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Mynd/Daníel Rúnarsson
Sérstakur saksóknari gerði í dag húsleit hjá endurskoðunarfyrirtækjunum KPMG og Price Waterhouse Coopers og lögðu hald á gögn sem tengjast starfsemi og reikningsskilum Kaupþings, Glitnis og Landsbankans. Enn sem komið er beinist ekki grunur að starfsmönnum endurskoðunarfyrirtækjanna.

22 tóku þátt í húsleitinni hjá fyrirtækjunum tveimur, sex erlendir sérfræðingar, starfsmenn sérstaks saksóknara og tæknimenn frá lögreglu. Tekið var umtalsvert af vinnugögnum, skýrslum og rafrænum gögnum eins og bréfaskriftir á milli bankanna og fyrirtækjanna. KPMG og Price Waterhouse Coopers önnuðust ársreikninga Glitnis, Kaupþings og Landsbankans.

Tilgangur leitarinnar var að afla sönnunargagna vegna rannsókna á sakarefnum sem tengjast bönkunum. Grunur leikur á um skjalabrot, auðgunarbrot, brot gegn lögum um bókhald og ársreikninga, brot gegn lögum um fjármálafyrirtæki og verðbréfaviðskipti og loks brot gegn hlutafélagalögum.

Jean Michael Matt franskur sérhæfður réttarendurskoðandi skilaði inn skýrslu til embættisins í vor þar sem hann lagði til að gögn endurskoðunarfyrirtækja bankanna yrðu rannsökuð.

„Enn sem komið er beinist ekki grunur að neinum innan endurskoðunarskrifstofanna. Þetta er fyrst og fremst í tengslum við rannsóknir þeirra mála sem þegar eru hafin og könnun á ársskýrslum bankanna," segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.

„Það er núna sem við höfum óskað eftir þessum úrskurðum byggðum á þeim gögnum sem við höfum fengið við fyrri rannsóknir," segir Ólafur Þór.

Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri KPMG segir engan starfsmann hafa verið kallaðan til yfirheyrslna vegna málsins og hann standi í þeirri trú að fyrirtækið hafi starfað samkvæmt lögum við gerð ársreikninga. Ekki náðist í framkvæmdastjóri Price Waterhouse Coopers.


Tengdar fréttir

Rannsóknin snýr að viðskiptavinum KPMG

Vegna húsleitar embættis Sérstaks saksóknara hjá KPMG í dag, vill félagið koma því á framfæri að rannsóknin snúi að ákveðnum viðskiptavinum fyrirtækisins en ekki félaginu sjálfu.

Húsleitir hjá PWC og KPMG

Starfsmenn frá Embætti sérstaks saksóknara fóru inn í húsakynni PricewaterhouseCoopers hf í Skógarhlíð 12, klukkan tíu í morgun til að leggja



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×