Innlent

Fyrirvarar á stuðningi við Steingrím

Atli Gíslason, þingmaður VG.
Atli Gíslason, þingmaður VG.

Atli Gíslason, þingmaður VG, segir að þrátt fyrir að Steingrímur J. Sigfússon hafi fengið fullt umboð þingflokksins til þess að halda samningaviðræðum varðandi Icesave áfram, setji hann og fleiri þingmenn flokksins áfram fyrirvara við málið. Atli segir að afstaða sín og nokkurra annarra þingmanna VG ráðist að endingu eftir því hver niðurstaða málsins verði. Þetta kom fram í þættinum Bylgjan í bítið í morgun.

Þingflokkur VG fundaði fram til klukkan tvö í nótt og að loknum fundi lýsti Steingrímur J. Sigfússon því yfir við fjölmiðlamenn að hann hafi fengið fullan stuðning þingflokksins til þess að afgreiða Icesave-málið í samræmi við það sem ríkisstjórnin hefur ákveðið. Atli segir hinsvegar að í þingflokki VG sé uppi ágreiningur um hver niðurstaða málsins eigi að vera.

„Ég, Ögmundur og fleiri höfum fyrivara á því að málið fái þinglega meðferð. Hann er með umboð til að semja en það ræðst af niðurstöðunni hver afstaða okkar þingmanna verður," sagði Atli.

Hér má hlusta á spjallið við Atla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×