Innlent

Gef ekki afslátt af stjórnsýslu

Umhverfisráðherra segir að ekki megi falla í þá freistni að gefa afslátt af vinnubrögðum í skjóli kreppunnar.
Umhverfisráðherra segir að ekki megi falla í þá freistni að gefa afslátt af vinnubrögðum í skjóli kreppunnar. Mynd/Valgarður Gíslason

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hvetur forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins (SA) til að sýna yfirvegun í viðbrögðum við úrskurði hennar. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær telja SA ráðherra hafa fellt ólögmætan úrskurð þegar hann felldi úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki skyldi fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum á framkvæmdum tengdum álveri í Helguvík.

„Það þarf að skoða þessi mál ofan í kjölinn og það er mikilvægt að vinna þessa vinnu af yfirvegun í hverju skrefi. Við megum ekki falla í þá freistni í skjóli kreppunnar að gefa afslátt af vinnubrögðum. Þarna eru stórir og ríkir hagsmunir til langs tíma," segir Svandís.

SA kvartaði yfir því að hafa ekki fengið andmælarétt og farið hafi verið fram yfir tímafresti. Svandís segir það rétt varðandi tímafrestina, en engin dæmi séu um að það hafi fellt úrskurð úr gildi nema um nokkur ár sé að ræða. SA sé hins vegar ekki aðili að málinu og eigi því ekki andmælarétt.

Svandís segir menn leggja mismunandi skilning í stöðugleikasáttmálann. Hún telji ljóst að hún eigi ekki að gefa afslátt af sinni stjórnsýslu. Vilhjálmur Egilsson hafi talað eins og Þjórsárvirkjanir séu forsenda sáttmálans. Enginn ráðherra í ríkisstjórn deili þeirri skoðun.- kóp









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×