Innlent

Um 500 flugvélar á íslenska flugstjórnarsvæðinu í dag

Á meðfylgjandi mynd sjást flugvélarnar sem voru inn á svæðinu kl. 13:45 í dag.
Á meðfylgjandi mynd sjást flugvélarnar sem voru inn á svæðinu kl. 13:45 í dag.
Mikil flugumferð fór í dag um íslenska flugstjórnarsvæðið sem er eitt stærsta úthafssvæði heims. Ástæða aukinnar umferðar var bilun í tölvukerfi flugstjórnarmiðstöðinni í Shanwick (Prestwick í Skotlandi) snemma í morgun, líkt og Vísir hefur sagt frá.

Í tilkynningu frá Flugstoðum segir að ekki sé ljóst hversu margar flugvélar hafi flogið í gegnum íslenska svæðið, en búist er við að sú tala verði nálægt fimmhundruð þegar dagurinn er á enda.

„Fjölga þurfti um átta flugumferðarstjóra þegar mest var, en dagurinn í dag var eins og dagarnir í flugstjórn gerast bestir. Úr álaginu dró um klukkan þrjú í dag enda var búið að koma kerfinu í gang í Skotlandi um ellefu í morgun. Með samstilltu átaki þeirra sem vaktina stóðu tókst mjög vel að greiða leið flugvélanna í gegnum svæðið en flestar flugvélarnar voru á leið frá Evrópu til Ameríku.," segir í tilkynningunni.






Tengdar fréttir

Flugumferð margfaldast við Ísland í dag

Flug um íslenska flugstjórnarsvæðið mun margfaldast í dag vegna bilana í tækjabúnaði í Shanwick í Bretlandi sem sér um stjórnun úthafsflugumferðar á breska flugstjórnarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×