Innlent

Íslensk kvikmyndagerð verður drepin

Íslensk kvikmyndagerð verður drepin og íslenskum sjónvarpsþáttaseríum á borð við Rétt og Pressuna verður slátrað ef Kvikmyndasjóður verður skorinn niður um þriðjung, segir Ari Kristinsson formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, eins og ráðgert er í fjárlagafrumvarpinu. Hann furðar sig á að kvikmyndageirinn skuli ein listgreina lenda harkalega undir niðurskurðarhnífnum.

Niðurskurðarhnífurinn er á lofti í ríkisfjármálunum eins og við var búist. En urgur er í kvikmyndagerðarmönnum sem töldu sig eiga von á viðlíka niðurskurði og aðrir - þegar fjárlagafrumvarpið leit dagsins ljós varð skýrt að svo var ekki.

Niðurskurður til menningarmála er almennt fremur lítill, uppundir fimm prósent þar sem mest er, eins og sést hér á litlu úrtaki, hins vegar sker kvikmyndasjóður sig verulega úr - og er skorinn niður um 200 milljónir króna - eða nærri 34%.

Hljóta að vera mistök, segir Ari Kristinsson formaður Sambandsins, sem trúir ekki sínum eigin augum. Bara fjárhagsleg rök sýni að slíkur niðurskurður sé óhagkvæmur fyrir ríkið, því hann muni minnka veltu kvikmyndageirans um einn milljarð.

Samningur var gerður árið 2006 um að efla gerð heimildamynda og leikinna sjónvarpsþáttasería - sem sannarlega hefur sést á skjám landsmanna síðustu ár með þáttum eins og Pressunni, lögmannadramanu Rétti, Fangavaktinni og Hamar sem hefst á Ríkissjónvarpinu á morgun.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×