Innlent

Hannes Hólmsteinn á landsþingi Ungra jafnaðarmanna

Hannes Hólmsteinn Gissurarson og Kristrún Heimisdóttir takast á um hvaða hugmyndafræði eigi að hafa að leiðarljósi við uppbyggingu Íslands í dag á landsþingi Ungra jafnaðarmanna sem haldið er í Iðnó í Reykjavík. Kappræðurnar fara fram klukkan 15:00 í dag.

„Við kunnum Hannesi góðar þakkir fyrir að koma. Við viljum sýna ungu fólki hvernig á að bera sig að í málefnalegum rökræðum. Margir hræðast rökræður um pólitík. Ungt fólk verður að þora að takast á við aðra og standa fyrir sínum hugmyndum. Kristrún og Hannes standa fyrir sitt hvora hugsjónina og hafa gjörólíkar skoðanir. Það verður spenandi og fróðlegt að sjá þau takast á," segir Anna Pála Sverrisdóttir, fráfarandi formaður UJ í tilkynningu sem send er fjölmiðlum í dag.

Aðalsteinn Leifsson, stjórnmálafræðingur, ræðir um Evrópusambandið kl. 16:00.

Kosið verður til miðstjórnar og framkvæmdastjórnar UJ í dag og úrslit kynnt kl. 16:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×