Innlent

Birgitta segir Ísland tæknilega gjaldþrota

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Birgitta Jónsdóttir veltir fyir sér hvort rétt sé að Íslendingar fari í skuldastöðvun.
Birgitta Jónsdóttir veltir fyir sér hvort rétt sé að Íslendingar fari í skuldastöðvun.
Íslendingar eru tæknilega séð gjaldþrota, sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Hún velti fyrir sér hvort rétt væri að íslensk stjórnvöld færu í skuldastöðvun. Ef til vill væri betra að taka skellinn strax og gefast upp. Ef haldið yrði áfram á þeirri leið sem ríkisstjórnin hefur verið myndi vaxtabyrðin sliga þjóðina.

Hún sagði að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Evrópusambandið hefði verið Íslendingum fjandsamleg í Icesave málinu.

Þá minnti Birgitta á að þjóðstjórn og utanríkisstjórn hefði verði mönnum hugleikin undanfarna daga. Slíkt hefði ekki gefist vel í sögu þjóðarinnar en ef til vill hefði bankahrunið breytt einhverju þannig að allir kjörnir fulltrúar þjóðarinnar þyrftu að deila ábyrgðinni. Utanþingsstjón skipuð af forsetanum hugnast Birgittu ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×