Íslenski boltinn

Zidane, Totti og Alfreð Finnboga - Myndband

Hans Steinar Bjarnason skrifar
Alfreð Finnbogason er svalasti framherji Íslands, segir þjálfari hans hjá Breiðablik. Alfreð tók heimsþekkta fótboltakappa sér til fyrirmyndar í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn.

Það fór um marga þegar Alfreð tók vítaspyrnuna sem hann skoraði úr og jafnaði metin í 2-2 en hana tók hann af einstakri yfirvegun og að sumra mati ákveðnu kæruleysi. „Totti og Zidane gerðu þetta. Og núna ég," sagði Alfreð.

Með verðlaunafé og þátttökurétti í Evrópudeildinni tryggðu bikarmeistaratitilinn Blikum minnst 17 og hálfa milljón króna. Ólafur þjálfari segir að þessar peningaupphæðir hafi ekki verið til umræðu í undirbúningnum fyrir úrslitaleikinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×