Serðir Monster syngur um kreppuna 5. október 2009 03:00 Serðir monster snýr aftur Sverrir Stormsker breytti úr klámi í kreppu. „Það eru sirka tvær vikur í hana," segir Sverrir Stormsker um nýjustu plötuna sína, Tekið stærst upp í sig. Platan er lokahluti trílógíu, sem hófst árið 1995 með plötunni Tekið stórt upp í sig. Ári síðar kom Tekið stærra upp í sig og nú er sem sé síðasti hlutinn að koma út. „Ég gæti svo sem gert Tekið langstærst upp í sig, en þá væri ég að blóðmjólka hugmyndina," segir Sverrir, eða Serðir Monster eins og hann kallar sig á þessum plötum. „Þetta átti að vera groddaleg plata, vel klámvæn eins og hinar, en þá kom þessi skemmtilega kreppa sem mér fannst ég verða að taka fyrir," segir hann. „En er þetta samt ekki sami hluturinn, þannig séð, kreppa og klám? Það er verið að taka okkur í (blíbb) í báðum tilfellum." Fyrri plöturnar tvær gengu mjög vel - „eins og ískaldir klattar" gantast Sverrir - og hann á von á að sú nýja geri það líka. Það er líka öllu tjaldað til, þarna eru 19 lög og „gomma af söngvurum", Magni, Laddi og Birgitta Haukdal svo einhverjir séu nefndir. „Nei, Birgitta syngur ekki klámtexta, enda væri ekki hægt að láta einhvern sem lítur út eins og kópur til augnanna klæmast að neinu ráði," segir Sverrir. „En Sveppi er þarna og syngur eitt lag með Snorra Snorrasyni úr Idolinu. Það heitir „Nei, nei, ekki á kjólinn." Flest lögin á plötunni eru frumsamin en fyrsta lagið til að heyrast er tökulag, hinn væmni seventís-slagari „Seasons in the sun", sem heitir í flutningi Serðis „Mín slísí saga er sönn". Þar syngur hann meðal annars: „Ég á í felum í útlöndum, jú eitthvað pínupons af milljörðum. Ég held ég flýi'af Íslandi. Hér eru allir hvíslandi, ef ég er eitthvað sýslandi. Ég er foj, ég'er í fönn. Öll mín slísí saga'er sönn. En öll lög eru hjóm, ég mun aldrei fá neinn dóm." - drg Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Sjá meira
„Það eru sirka tvær vikur í hana," segir Sverrir Stormsker um nýjustu plötuna sína, Tekið stærst upp í sig. Platan er lokahluti trílógíu, sem hófst árið 1995 með plötunni Tekið stórt upp í sig. Ári síðar kom Tekið stærra upp í sig og nú er sem sé síðasti hlutinn að koma út. „Ég gæti svo sem gert Tekið langstærst upp í sig, en þá væri ég að blóðmjólka hugmyndina," segir Sverrir, eða Serðir Monster eins og hann kallar sig á þessum plötum. „Þetta átti að vera groddaleg plata, vel klámvæn eins og hinar, en þá kom þessi skemmtilega kreppa sem mér fannst ég verða að taka fyrir," segir hann. „En er þetta samt ekki sami hluturinn, þannig séð, kreppa og klám? Það er verið að taka okkur í (blíbb) í báðum tilfellum." Fyrri plöturnar tvær gengu mjög vel - „eins og ískaldir klattar" gantast Sverrir - og hann á von á að sú nýja geri það líka. Það er líka öllu tjaldað til, þarna eru 19 lög og „gomma af söngvurum", Magni, Laddi og Birgitta Haukdal svo einhverjir séu nefndir. „Nei, Birgitta syngur ekki klámtexta, enda væri ekki hægt að láta einhvern sem lítur út eins og kópur til augnanna klæmast að neinu ráði," segir Sverrir. „En Sveppi er þarna og syngur eitt lag með Snorra Snorrasyni úr Idolinu. Það heitir „Nei, nei, ekki á kjólinn." Flest lögin á plötunni eru frumsamin en fyrsta lagið til að heyrast er tökulag, hinn væmni seventís-slagari „Seasons in the sun", sem heitir í flutningi Serðis „Mín slísí saga er sönn". Þar syngur hann meðal annars: „Ég á í felum í útlöndum, jú eitthvað pínupons af milljörðum. Ég held ég flýi'af Íslandi. Hér eru allir hvíslandi, ef ég er eitthvað sýslandi. Ég er foj, ég'er í fönn. Öll mín slísí saga'er sönn. En öll lög eru hjóm, ég mun aldrei fá neinn dóm." - drg
Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Sjá meira