EES-samningurinn í hættu falli Icesave 7. október 2009 06:00 Eiríkur Bergmann Náist ekki niðurstaða í Icesave-málinu er hætta á að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) verði sagt upp, að mati sérfræðinga í Evrópumálum. Ísland uppfyllir ekki skilyrði EES-samningsins, og hefur ekki gert frá því neyðarlögin heftu frjálst flæði fjármagns frá landinu, segir Eiríkur Bergmann, dósent og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst. Evrópusambandið (ESB) ætti með réttu að vera búið að krefjast úrbóta, en hefur ekki gert vegna umsóknar Íslands um aðild að sambandinu, segir Eiríkur. Dragi Ísland umsókn sína til baka, án þess að vera þá búið að samþykkja Icesave muni framkvæmdastjórn ESB að öðru óbreyttu ekki eiga aðra úrkosti en að segja upp EES-samningnum. „Ísland hefur tvær mögulegar leiðir. Annars vegar að samþykkja Icesave, taka að fullu þátt í alþjóðlegu samstarfi, og njóta stuðnings sem í því felst á frjálsum markaði. Hins vegar getum við dregið okkur út úr hinum alþjóðlega fjármagnsmarkaði, hætt við Icesave og haldið gjaldeyrishöftunum. Ég legg ekki mat á hvor leiðin er vænlegri,“ segir Eiríkur. Kristján Vigfússon, aðjúnkt og forstöðumaður Evrópufræða við Háskólann í Reykjavík, segir erfitt að spá fyrir um hvað gerist í alþjóðastjórnmálum um þessar mundir, en ljóst sé að framkvæmdastjórn ESB hafi áhyggjur af gjaldeyrishöftum hér á landi. Það megi meðal annars sjá á spurningum sambandsins til íslenskra stjórnvalda vegna aðildarviðræðna Íslands að ESB. Alþjóðakerfið er óútreiknanlegt, og ekki er hægt að útiloka að náist ekki samkomulag um Icesave geti það leitt af sér uppsögn EES-samningsins, segir Kristján. Hann segist þó varla trúa því að til þess muni koma, enda hafi tekist að halda samningnum utan við þær milliríkjadeilur sem íslensk stjórnvöld standi nú í. Komi til uppsagnar yrði það varla fyrr en að yfirstöðnu kæruferli hjá Eftirlitsstofnun EFTA, segir Kristján. Slíkt mál yrði væntanlega forgangsmál hjá stofnuninni, og myndi líklega taka einhverja mánuði í vinnslu. „Það er ekki hægt að útiloka að EES-samningurinn sé í hættu, en í mínum huga eru töluvert miklar líkur á að ef við göngum ekki frá Icesave verður aðildarumsókn okkar [að ESB], sem við vorum að vonast til að færi fyrir leiðtogaráð ESB í desember, varla tekin fyrir á þeim fundi,“ segir Kristján.brjann@frettabladid.is Kristján Vigfússon Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Náist ekki niðurstaða í Icesave-málinu er hætta á að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) verði sagt upp, að mati sérfræðinga í Evrópumálum. Ísland uppfyllir ekki skilyrði EES-samningsins, og hefur ekki gert frá því neyðarlögin heftu frjálst flæði fjármagns frá landinu, segir Eiríkur Bergmann, dósent og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst. Evrópusambandið (ESB) ætti með réttu að vera búið að krefjast úrbóta, en hefur ekki gert vegna umsóknar Íslands um aðild að sambandinu, segir Eiríkur. Dragi Ísland umsókn sína til baka, án þess að vera þá búið að samþykkja Icesave muni framkvæmdastjórn ESB að öðru óbreyttu ekki eiga aðra úrkosti en að segja upp EES-samningnum. „Ísland hefur tvær mögulegar leiðir. Annars vegar að samþykkja Icesave, taka að fullu þátt í alþjóðlegu samstarfi, og njóta stuðnings sem í því felst á frjálsum markaði. Hins vegar getum við dregið okkur út úr hinum alþjóðlega fjármagnsmarkaði, hætt við Icesave og haldið gjaldeyrishöftunum. Ég legg ekki mat á hvor leiðin er vænlegri,“ segir Eiríkur. Kristján Vigfússon, aðjúnkt og forstöðumaður Evrópufræða við Háskólann í Reykjavík, segir erfitt að spá fyrir um hvað gerist í alþjóðastjórnmálum um þessar mundir, en ljóst sé að framkvæmdastjórn ESB hafi áhyggjur af gjaldeyrishöftum hér á landi. Það megi meðal annars sjá á spurningum sambandsins til íslenskra stjórnvalda vegna aðildarviðræðna Íslands að ESB. Alþjóðakerfið er óútreiknanlegt, og ekki er hægt að útiloka að náist ekki samkomulag um Icesave geti það leitt af sér uppsögn EES-samningsins, segir Kristján. Hann segist þó varla trúa því að til þess muni koma, enda hafi tekist að halda samningnum utan við þær milliríkjadeilur sem íslensk stjórnvöld standi nú í. Komi til uppsagnar yrði það varla fyrr en að yfirstöðnu kæruferli hjá Eftirlitsstofnun EFTA, segir Kristján. Slíkt mál yrði væntanlega forgangsmál hjá stofnuninni, og myndi líklega taka einhverja mánuði í vinnslu. „Það er ekki hægt að útiloka að EES-samningurinn sé í hættu, en í mínum huga eru töluvert miklar líkur á að ef við göngum ekki frá Icesave verður aðildarumsókn okkar [að ESB], sem við vorum að vonast til að færi fyrir leiðtogaráð ESB í desember, varla tekin fyrir á þeim fundi,“ segir Kristján.brjann@frettabladid.is Kristján Vigfússon
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira