Katrín tekur vel í hugmynd Steingríms um orkuskatta 8. október 2009 04:00 Gjald upp á 20 til 30 aura á hverja kílóvattstund af rafmagni er miklu nær lagi en ein króna á hverja kílóvattstund, að sögn Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra. Í greinargerð um orku-, umhverfis- og auðlindagjöld í fjárlagafrumvarpinu var rætt um eina krónu á kílóvattstund sem átti að skila sextán milljörðum króna í ríkissjóð og olli það töluverðum titringi hjá talsmönnum stóriðjunnar á Íslandi. Töluna 20 til 30 aura nefndi Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í grein í Fréttablaðinu í gær. Katrín segist ekki hafa rætt við Steingrím um þessa tölu. Málið sé enn í vinnslu og verði vonandi klárað í þessum mánuði. „Ég hef aldrei talað gegn þessari aðferðafræði heldur var það upphæðin sem menn nefndu sem var alveg út úr korti. Það var eins og það kæmi til greina að sækja sextán milljarða með því að leggja eina krónu á hverja kílóvattstund. Ég er ekki einu sinni viss um að Steingrímur hafi vitað af því að þessi króna á kílóvattstund hafi verið sett inn í greinargerðina." Spurð hver hafi gert það segir Katrín: „Þú verður að spyrja þá sem skrifuðu greinargerðina. Það var ekki mitt ráðuneyti en það var náttúrlega mikil pressa á fjármálaráðuneytinu þegar menn voru að skila fjárlagafrumvarpinu og þeim er kannski vorkunn að því." Í grein sinni í Fréttablaðinu í gær spyr Steingrímur hvort 20 til 30 aurar á kílóvattstund séu óbærileg hækkun á raforkuverði fyrir stóriðjufyrirtækin. Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir að gerðir hafi verið langtímasamningar um raforkuverð og skattamál við íslenska ríkið. „Við göngum auðvitað út frá því að þeir samningar haldi," segir Ragnar. „Aðalatriði málsins er að fjárfestar geti treyst því að þeir samningar sem gerðir eru við íslensk stjórnvöld haldi. Það er grundvöllur fyrir frekari fjárfestingum hér. Ég held að það ætti frekar að horfa til framtíðar og sjá hvernig við getum aukið tekjuöflun í gegnum auknar framkvæmdir í landinu frekar en að reyna að kreista eitthvað út úr þeim fyrirtækjum sem þó enn standa í báðar fætur á Íslandi." Spurður hvort Norðurál geti neitað því að greiða aukna skatta á grundvelli undirritaðra samninga segir Ragnar: „Ég ætla ekkert að fullyrða neitt um slíkt í svona samtali." trausti@frettabladid.is Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Gjald upp á 20 til 30 aura á hverja kílóvattstund af rafmagni er miklu nær lagi en ein króna á hverja kílóvattstund, að sögn Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra. Í greinargerð um orku-, umhverfis- og auðlindagjöld í fjárlagafrumvarpinu var rætt um eina krónu á kílóvattstund sem átti að skila sextán milljörðum króna í ríkissjóð og olli það töluverðum titringi hjá talsmönnum stóriðjunnar á Íslandi. Töluna 20 til 30 aura nefndi Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í grein í Fréttablaðinu í gær. Katrín segist ekki hafa rætt við Steingrím um þessa tölu. Málið sé enn í vinnslu og verði vonandi klárað í þessum mánuði. „Ég hef aldrei talað gegn þessari aðferðafræði heldur var það upphæðin sem menn nefndu sem var alveg út úr korti. Það var eins og það kæmi til greina að sækja sextán milljarða með því að leggja eina krónu á hverja kílóvattstund. Ég er ekki einu sinni viss um að Steingrímur hafi vitað af því að þessi króna á kílóvattstund hafi verið sett inn í greinargerðina." Spurð hver hafi gert það segir Katrín: „Þú verður að spyrja þá sem skrifuðu greinargerðina. Það var ekki mitt ráðuneyti en það var náttúrlega mikil pressa á fjármálaráðuneytinu þegar menn voru að skila fjárlagafrumvarpinu og þeim er kannski vorkunn að því." Í grein sinni í Fréttablaðinu í gær spyr Steingrímur hvort 20 til 30 aurar á kílóvattstund séu óbærileg hækkun á raforkuverði fyrir stóriðjufyrirtækin. Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir að gerðir hafi verið langtímasamningar um raforkuverð og skattamál við íslenska ríkið. „Við göngum auðvitað út frá því að þeir samningar haldi," segir Ragnar. „Aðalatriði málsins er að fjárfestar geti treyst því að þeir samningar sem gerðir eru við íslensk stjórnvöld haldi. Það er grundvöllur fyrir frekari fjárfestingum hér. Ég held að það ætti frekar að horfa til framtíðar og sjá hvernig við getum aukið tekjuöflun í gegnum auknar framkvæmdir í landinu frekar en að reyna að kreista eitthvað út úr þeim fyrirtækjum sem þó enn standa í báðar fætur á Íslandi." Spurður hvort Norðurál geti neitað því að greiða aukna skatta á grundvelli undirritaðra samninga segir Ragnar: „Ég ætla ekkert að fullyrða neitt um slíkt í svona samtali." trausti@frettabladid.is
Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira