Katrín tekur vel í hugmynd Steingríms um orkuskatta 8. október 2009 04:00 Gjald upp á 20 til 30 aura á hverja kílóvattstund af rafmagni er miklu nær lagi en ein króna á hverja kílóvattstund, að sögn Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra. Í greinargerð um orku-, umhverfis- og auðlindagjöld í fjárlagafrumvarpinu var rætt um eina krónu á kílóvattstund sem átti að skila sextán milljörðum króna í ríkissjóð og olli það töluverðum titringi hjá talsmönnum stóriðjunnar á Íslandi. Töluna 20 til 30 aura nefndi Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í grein í Fréttablaðinu í gær. Katrín segist ekki hafa rætt við Steingrím um þessa tölu. Málið sé enn í vinnslu og verði vonandi klárað í þessum mánuði. „Ég hef aldrei talað gegn þessari aðferðafræði heldur var það upphæðin sem menn nefndu sem var alveg út úr korti. Það var eins og það kæmi til greina að sækja sextán milljarða með því að leggja eina krónu á hverja kílóvattstund. Ég er ekki einu sinni viss um að Steingrímur hafi vitað af því að þessi króna á kílóvattstund hafi verið sett inn í greinargerðina." Spurð hver hafi gert það segir Katrín: „Þú verður að spyrja þá sem skrifuðu greinargerðina. Það var ekki mitt ráðuneyti en það var náttúrlega mikil pressa á fjármálaráðuneytinu þegar menn voru að skila fjárlagafrumvarpinu og þeim er kannski vorkunn að því." Í grein sinni í Fréttablaðinu í gær spyr Steingrímur hvort 20 til 30 aurar á kílóvattstund séu óbærileg hækkun á raforkuverði fyrir stóriðjufyrirtækin. Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir að gerðir hafi verið langtímasamningar um raforkuverð og skattamál við íslenska ríkið. „Við göngum auðvitað út frá því að þeir samningar haldi," segir Ragnar. „Aðalatriði málsins er að fjárfestar geti treyst því að þeir samningar sem gerðir eru við íslensk stjórnvöld haldi. Það er grundvöllur fyrir frekari fjárfestingum hér. Ég held að það ætti frekar að horfa til framtíðar og sjá hvernig við getum aukið tekjuöflun í gegnum auknar framkvæmdir í landinu frekar en að reyna að kreista eitthvað út úr þeim fyrirtækjum sem þó enn standa í báðar fætur á Íslandi." Spurður hvort Norðurál geti neitað því að greiða aukna skatta á grundvelli undirritaðra samninga segir Ragnar: „Ég ætla ekkert að fullyrða neitt um slíkt í svona samtali." trausti@frettabladid.is Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Gjald upp á 20 til 30 aura á hverja kílóvattstund af rafmagni er miklu nær lagi en ein króna á hverja kílóvattstund, að sögn Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra. Í greinargerð um orku-, umhverfis- og auðlindagjöld í fjárlagafrumvarpinu var rætt um eina krónu á kílóvattstund sem átti að skila sextán milljörðum króna í ríkissjóð og olli það töluverðum titringi hjá talsmönnum stóriðjunnar á Íslandi. Töluna 20 til 30 aura nefndi Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í grein í Fréttablaðinu í gær. Katrín segist ekki hafa rætt við Steingrím um þessa tölu. Málið sé enn í vinnslu og verði vonandi klárað í þessum mánuði. „Ég hef aldrei talað gegn þessari aðferðafræði heldur var það upphæðin sem menn nefndu sem var alveg út úr korti. Það var eins og það kæmi til greina að sækja sextán milljarða með því að leggja eina krónu á hverja kílóvattstund. Ég er ekki einu sinni viss um að Steingrímur hafi vitað af því að þessi króna á kílóvattstund hafi verið sett inn í greinargerðina." Spurð hver hafi gert það segir Katrín: „Þú verður að spyrja þá sem skrifuðu greinargerðina. Það var ekki mitt ráðuneyti en það var náttúrlega mikil pressa á fjármálaráðuneytinu þegar menn voru að skila fjárlagafrumvarpinu og þeim er kannski vorkunn að því." Í grein sinni í Fréttablaðinu í gær spyr Steingrímur hvort 20 til 30 aurar á kílóvattstund séu óbærileg hækkun á raforkuverði fyrir stóriðjufyrirtækin. Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir að gerðir hafi verið langtímasamningar um raforkuverð og skattamál við íslenska ríkið. „Við göngum auðvitað út frá því að þeir samningar haldi," segir Ragnar. „Aðalatriði málsins er að fjárfestar geti treyst því að þeir samningar sem gerðir eru við íslensk stjórnvöld haldi. Það er grundvöllur fyrir frekari fjárfestingum hér. Ég held að það ætti frekar að horfa til framtíðar og sjá hvernig við getum aukið tekjuöflun í gegnum auknar framkvæmdir í landinu frekar en að reyna að kreista eitthvað út úr þeim fyrirtækjum sem þó enn standa í báðar fætur á Íslandi." Spurður hvort Norðurál geti neitað því að greiða aukna skatta á grundvelli undirritaðra samninga segir Ragnar: „Ég ætla ekkert að fullyrða neitt um slíkt í svona samtali." trausti@frettabladid.is
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira