Umfjöllun: Íturvaxið lið HK nældi í óvænt stig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. október 2009 20:50 Úr leik liðanna í fyrra. Það voru ekki margir sem áttu von á miklu frá HK-liðinu í kvöld gegn FH. HK með mikið breytt lið en FH að tefla fram gríðarsterku liði sem er spáð góðu gengi í vetur. Trú blaðamanns á eitthvað frá HK í leiknum fauk svo endanlega út um gluggann er hann mætti í Digranesið. Allt of margir leikmenn liðsins virkuðu í lélegu formi og að minnsta kosti fimm leikmenn liðsins voru með það sem í daglegu tali kallast einfaldlega bumba. HK-strákarnir sýndu samt í kvöld að menn með bumbur geta vel spilað handbolta og liðið er líklega ekki í eins lélegu formi og það lítur út fyrir að vera. HK fór samt ákaflega hægt að stað og lenti fljótlega nokkrum mörkum undir. FH spilaði hörkuvörn og Bjarni Fritzson raðaði inn mörkum úr hraðaupphlaupum. Hann stakk þunga leikmenn HK af hvað eftir annað. Þá tók Gunnar leikhlé, róaði sína menn sem byrjuðu loks að spila handbolta og unnu sig jafnt og þétt inn í leikinn þó svo þeir væru alltaf skrefi á eftir FH. Um miðjan síðari hálfleik komst HK síðan yfir í fyrsta skipti í leiknum, 20-19, og mínturnar sem eftir lifðu voru æsispennandi. Liðin skiptust á hafa forystuna og bæði lið voru líkleg til að stela sigrinum. HK nýtti síðustu sóknina sína vel og Vilhelm Gauti Bergsveinsson jafnaði metin með stórglæsilegu marki þegar tvær sekúndur voru eftir af leiknum. 28-28 sem var sanngjörn niðurstaða. Frábær endurkoma hjá Vilhelm sem er nýbúinn að taka skóna fram á nýjan leik en þeir hafa safnað ryki í hillunni góðu í nokkur ár. Vilhelm virkaði oft þreyttur en barðist vel og skilaði sínu á báðum endum vallarins. FH-liðið olli miklum vonbrigðum í þessum leik. Liðið byrjaði af krafti en svo slökuðu leikmenn á og virtust ætla að taka leikinn með "vinstri" eins og oft er sagt. Það má ekki gegn baráttuglöðu liði HK. Bjarni Fritzson átti magnaðan leik hjá FH og virkar í fantaformi. Ólafur Guðmundsson var sterkur en nafni hans Gústafsson var slakur rétt eins og Ásbjörn. Pálmar varði vel í fyrri hálfleik en náði ekki að fylgja því eftir í síðari hálfleik og munaði um minna. Valdimar Þórsson var magnaður í liði HK. Lengi í gang en óstöðvandi síðasta stundarfjórðunginn þar sem hann skoraði hvert glæsimarkið á fætur öðru. Það endaði allt í netinu hjá honum. Sveinbjörn magnaður í markinu og Sverrir Hermannsson gríðarlega drjúgur í síðari hálfleik. Línumaðurinn Atli Ævar sýndi svo góða takta en þar fer greinilega sterkur leikmaður. Gunnar Magnússon getur verið ánægður með strákana sína sem blésu á allar hrakspár, sýndu mikinn karakter og baráttuvilja og uppskáru eins og þeir sáðu. Þeir gáfu allt sem þeir áttu í leikinn og það sem meira er þá þurftu þeir ekkert súrefni í leikslok eftir allan hasarinn. Flott frammistaða og verður áhugavert að fylgjast með HK í vetur en FH þarf að girða sig í brók ætli liðið að ná markmiðum sínum. HK-FH 28-28 (12-14) Mörk HK (skot): Valdimar Þórsson 7 (15/1), Sverrir Hermannsson 6 (13), Atli Ævar Ingólfsson 4 (5), Ragnar Hjaltested 3 (4), Bjarki Már Gunnarsson 3 (3), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 3 (4), Hákon Bridde 1 (3), Jón Björgvin Pétursson 1 (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 17/1 (55/3) 31%.Hraðaupphlaup: 6 (Bjarki 3, Valdimar, Ragnar, Hákon).Fiskuð víti: 1 (Atli).Utan vallar: 6 mínútur. Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 11/2 (14/3), Ólafur Guðmundsson 9 (14), Ólafur Gústafsson 3 (6), Ásbjörn Friðriksson 2 (4), Jón Heiðar Gunnarsson 2 (2), Guðmundur Pedersen 1 (4).Varin skot: Pálmar Pétursson 14/1 (52/1) 27%.Hraðaupphlaup: 9 (Bjarni 6, Ólafur Gúst., 2, Jón).Fiskuð víti: 3 (Bjarni, Ásbjörn, Ólafur Gúst.)Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, ágætir en nokkuð mistækir á köflum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Ólafur Guðmunds.: Svekkjandi því við stefnum hátt „Það var smá jákvætt í þessu en líka neikvæðir punktar. Við vorum ekki að spila eins vel og við getum og því fór sem fór," sagði niðurlút skytta FH-inga, Ólafur Guðmundsson, eftir jafnteflisleikinn gegn HK í Digranesi í kvöld. 8. október 2009 21:46 Gunnar Magnússon: Við áttum stigið skilið „Ég er virkilega ánægður með að ná stigi hér í fyrstu umferð gegn mjög sterku liði FH. Ég er ánægður með strákana," sagði Gunnar Magnússon, þjálfari HK, eftir 28-28 jafntefli liðsins gegn FH í kvöld. 8. október 2009 21:53 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Það voru ekki margir sem áttu von á miklu frá HK-liðinu í kvöld gegn FH. HK með mikið breytt lið en FH að tefla fram gríðarsterku liði sem er spáð góðu gengi í vetur. Trú blaðamanns á eitthvað frá HK í leiknum fauk svo endanlega út um gluggann er hann mætti í Digranesið. Allt of margir leikmenn liðsins virkuðu í lélegu formi og að minnsta kosti fimm leikmenn liðsins voru með það sem í daglegu tali kallast einfaldlega bumba. HK-strákarnir sýndu samt í kvöld að menn með bumbur geta vel spilað handbolta og liðið er líklega ekki í eins lélegu formi og það lítur út fyrir að vera. HK fór samt ákaflega hægt að stað og lenti fljótlega nokkrum mörkum undir. FH spilaði hörkuvörn og Bjarni Fritzson raðaði inn mörkum úr hraðaupphlaupum. Hann stakk þunga leikmenn HK af hvað eftir annað. Þá tók Gunnar leikhlé, róaði sína menn sem byrjuðu loks að spila handbolta og unnu sig jafnt og þétt inn í leikinn þó svo þeir væru alltaf skrefi á eftir FH. Um miðjan síðari hálfleik komst HK síðan yfir í fyrsta skipti í leiknum, 20-19, og mínturnar sem eftir lifðu voru æsispennandi. Liðin skiptust á hafa forystuna og bæði lið voru líkleg til að stela sigrinum. HK nýtti síðustu sóknina sína vel og Vilhelm Gauti Bergsveinsson jafnaði metin með stórglæsilegu marki þegar tvær sekúndur voru eftir af leiknum. 28-28 sem var sanngjörn niðurstaða. Frábær endurkoma hjá Vilhelm sem er nýbúinn að taka skóna fram á nýjan leik en þeir hafa safnað ryki í hillunni góðu í nokkur ár. Vilhelm virkaði oft þreyttur en barðist vel og skilaði sínu á báðum endum vallarins. FH-liðið olli miklum vonbrigðum í þessum leik. Liðið byrjaði af krafti en svo slökuðu leikmenn á og virtust ætla að taka leikinn með "vinstri" eins og oft er sagt. Það má ekki gegn baráttuglöðu liði HK. Bjarni Fritzson átti magnaðan leik hjá FH og virkar í fantaformi. Ólafur Guðmundsson var sterkur en nafni hans Gústafsson var slakur rétt eins og Ásbjörn. Pálmar varði vel í fyrri hálfleik en náði ekki að fylgja því eftir í síðari hálfleik og munaði um minna. Valdimar Þórsson var magnaður í liði HK. Lengi í gang en óstöðvandi síðasta stundarfjórðunginn þar sem hann skoraði hvert glæsimarkið á fætur öðru. Það endaði allt í netinu hjá honum. Sveinbjörn magnaður í markinu og Sverrir Hermannsson gríðarlega drjúgur í síðari hálfleik. Línumaðurinn Atli Ævar sýndi svo góða takta en þar fer greinilega sterkur leikmaður. Gunnar Magnússon getur verið ánægður með strákana sína sem blésu á allar hrakspár, sýndu mikinn karakter og baráttuvilja og uppskáru eins og þeir sáðu. Þeir gáfu allt sem þeir áttu í leikinn og það sem meira er þá þurftu þeir ekkert súrefni í leikslok eftir allan hasarinn. Flott frammistaða og verður áhugavert að fylgjast með HK í vetur en FH þarf að girða sig í brók ætli liðið að ná markmiðum sínum. HK-FH 28-28 (12-14) Mörk HK (skot): Valdimar Þórsson 7 (15/1), Sverrir Hermannsson 6 (13), Atli Ævar Ingólfsson 4 (5), Ragnar Hjaltested 3 (4), Bjarki Már Gunnarsson 3 (3), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 3 (4), Hákon Bridde 1 (3), Jón Björgvin Pétursson 1 (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 17/1 (55/3) 31%.Hraðaupphlaup: 6 (Bjarki 3, Valdimar, Ragnar, Hákon).Fiskuð víti: 1 (Atli).Utan vallar: 6 mínútur. Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 11/2 (14/3), Ólafur Guðmundsson 9 (14), Ólafur Gústafsson 3 (6), Ásbjörn Friðriksson 2 (4), Jón Heiðar Gunnarsson 2 (2), Guðmundur Pedersen 1 (4).Varin skot: Pálmar Pétursson 14/1 (52/1) 27%.Hraðaupphlaup: 9 (Bjarni 6, Ólafur Gúst., 2, Jón).Fiskuð víti: 3 (Bjarni, Ásbjörn, Ólafur Gúst.)Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, ágætir en nokkuð mistækir á köflum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Ólafur Guðmunds.: Svekkjandi því við stefnum hátt „Það var smá jákvætt í þessu en líka neikvæðir punktar. Við vorum ekki að spila eins vel og við getum og því fór sem fór," sagði niðurlút skytta FH-inga, Ólafur Guðmundsson, eftir jafnteflisleikinn gegn HK í Digranesi í kvöld. 8. október 2009 21:46 Gunnar Magnússon: Við áttum stigið skilið „Ég er virkilega ánægður með að ná stigi hér í fyrstu umferð gegn mjög sterku liði FH. Ég er ánægður með strákana," sagði Gunnar Magnússon, þjálfari HK, eftir 28-28 jafntefli liðsins gegn FH í kvöld. 8. október 2009 21:53 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Ólafur Guðmunds.: Svekkjandi því við stefnum hátt „Það var smá jákvætt í þessu en líka neikvæðir punktar. Við vorum ekki að spila eins vel og við getum og því fór sem fór," sagði niðurlút skytta FH-inga, Ólafur Guðmundsson, eftir jafnteflisleikinn gegn HK í Digranesi í kvöld. 8. október 2009 21:46
Gunnar Magnússon: Við áttum stigið skilið „Ég er virkilega ánægður með að ná stigi hér í fyrstu umferð gegn mjög sterku liði FH. Ég er ánægður með strákana," sagði Gunnar Magnússon, þjálfari HK, eftir 28-28 jafntefli liðsins gegn FH í kvöld. 8. október 2009 21:53