Innlent

Ljómandi borg hefst í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri segir tilganginn með verkefninu að gleða íbúa og gera borgina hlýlegri. Mynd/ Pjetur.
Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri segir tilganginn með verkefninu að gleða íbúa og gera borgina hlýlegri. Mynd/ Pjetur.
Reykjavíkurborg hleypir af stokkunum verkefninu Ljómandi borg í dag. Á sama tíma og kveikt verður á Friðarsúlu Yoko Ono í Viðey fagnar Reykjavíkurborg vetrinum með því að kveikja hvít ljós víða um miðborgina og á samkomustöðum í hverfum borgarinnar.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að Ljómandi borg, hafi það að markmiði að vekja athygli almennings á fallegum stöðum og forvitnilegum tækifærum til samveru í borginni í vetur.

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri segir að verkefnið Bjarta Reykjavík hafi tekist einstaklega vel í sumar og Ljómandi borg sé framhald af því. Tilgangurinn sé að gleðja íbúa og gera borgina hlýlegri, skemmtilegri og enn betri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×