Innlent

Bréfaskipti Jóhönnu og Stoltenbergs birt

Forsætisráðuneytið hefur birt nýleg bréfaskipti Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, og Jens Stoltenbergs, forsætisráðherra Noregs, í tengslum við fullyrðingar forystumanna Framsóknarflokksins um áhuga norskra þingmanna að veita Íslendingum lán fram hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Bréfið sendi Jóhanna til þess kanna viðbrögð Stotenbergs við útspili Per Olov Lundteigens, þingmanns norska Miðflokksins, um að Norðmenn ættu að bjóða Íslendingum lán að upphæð allt að 100 milljörðum norskra króna án skilyrða um samninga varðandi Icesave og endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

„Afstaða Norðmanna og annarra norrænna ríkja hefur legið fyrir en forsætisráðherra taldi nauðsynlegt að grennslast fyrir um það hvort útspil Lundteigens væri raunhæft og hvort einhverjar breytingar væru að verða á mótaðri stefnu norska Stórþingsins og norsku stjórnarinnar. Ef svo væri gæti verið kominn grundvöllur fyrir formlegri beiðni af hálfu íslenskra stjórnvalda," segir í tilkynningu forsætisráðuneytisins.




Tengdar fréttir

Höskuldur: Fórum ekki fýluferð til Noregs

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir sig og formann flokksins ekki hafa farið í fýluferð til Noregs til að liðka um fyrir risaláni til Íslands. Þvert á móti hafi þeir greint mikinn vilja meðal norskra þingmanna. Höskuldur segir að hafi Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, beðið forsætisráðherra Noregs um að segja ekki stæði til að veita Íslendingum slíkt lán sé um skemmdarverk að ræða.

Noregsferð Sigmundar og Höskuldar gengur með ágætum

Ferð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Höskuldar Þórhallssonar til Noregs hefur gengið með miklum ágætum. „Gærdagurinn var notaður til að undirbúa fundarhöld dagsins og voru félagar okkar í norska Miðflokknum boðnir og búnir að aðstoða, þrátt fyrir að hafa verið að mynda ríkisstjórn nóttina á undan.“

Jóhanna: Ásakanir framsóknarmanna fráleitar

Framsóknarmenn saka forsætisráðherra um að reyna koma í veg fyrir að Íslendingar fái lán frá Norðmönnum framhjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Fráleitar ásakanir segir forsætisráðherra.

Sigmundur: Jóhanna spillir fyrir að lánið fáist

Íslendingum stendur ekki til boða að fá risalán frá Noregi upp á rúma tvö þúsund milljarða króna. Þetta kemur fram í svarbréfi Jens Stoltenbergs, forsætisráðherra Noregs, til Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra. Framsóknarmenn saka Jóhönnu um að senda villandi skilaboð til Noregs til að koma í veg fyrri að lánið fáist.

Höskuldur: Fullyrðingar Jóhönnu rangar

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að fullyrðingar forsætisráðherra í bréfi til forsætisráðherra Noregs séu rangar. Hann segir að hvorki hann né Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hafi farið fram á 2000 milljarða lán frá Noregi.

Framsóknarmenn fengu ráð frá vogunarsjóði

Fulltrúar frá vogunarsjóðnum Boreas Capital veittu Framsóknarmönnum ráðgjöf þegar þeir funduðu með norskum þingmönnum í vikunni. Sjóðurinn tengist meðal annars fyrrverandi eigendum Landsbankans. Formaður Framsóknarflokksins segir ekkert óeðlilegt við aðkomu þessara manna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×