Erlent

Sex ára rekinn fyrir vopnaburð

Óli Tynes skrifar
Zachary var mjög spenntur yfir að vera orðinn ylfingur.
Zachary var mjög spenntur yfir að vera orðinn ylfingur.

Sex ára strák í Bandaríkjunum hefur verið vikið úr skóla í fjörutíu og fimm daga fyrir ólöglegan vopnaburð.

Zachary Christie var svo spenntur að vera nýorðinn ylfingur að hann tók með sér í skólann tól sem er hluti af útilegubúnaði ylfinga.

Það lítur út eins og vasahnífur og geymir bæði hníf, gaffal og skeið. Þetta tól ætlaði hann að nota til þess að borða hádegismat í skólanum.

Kennari sá gripinn og Zachary var  kærður til skólastjórnarinnar sem vék honum umsvifalaust úr skólanum.

Zachary nýtur nú kennslu hjá móður sinni sem var að kenna honum að handskrifa lágstafi þegar blaðamaður frá New York Times kom í heimsókn.

-Mér finnst þetta óréttlátt, sagði hnífamaðurinn ógurlegi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×