Eins og alls engin lög gildi á Reykjanesinu 13. október 2009 04:00 Á Reykjanesi virðist það vera regla, segir formaður Matvís, að reka veitingastaði utan laga og reglna. „Reykjanesið er sérfyrirbæri og engu líkara en að þar gildi alls engin lög,“ skrifar Níels Sigurður Olgeirsson, formaður Matvæla- og veitingafélags Íslands, í blað félagsins Matvís. Níels segir í Matvís að siðferði í veitingageiranum sé oft á mjög lágu plani. Lenska sé hjá sumum að skipta um kennitölur og skilja eftir skuldir til birgja, leigusala og starfsfólks. Sérstaklega telur hann ástandið á Reykjanesi slæmt. „Það virðist eins og það sé regla hjá þeim að vera með mikið af svartri starfsemi í veitingabransanum,“ segir Níels við Fréttablaðið. Í Matvís nefnir Níels dæmi um veitingamann sem illa gekk að koma böndum yfir. „Alla vega gekk lögreglunni erfiðlega að færa veitingamann í dómsal þegar hann mætti ekki þangað af fúsum og frjálsum vilja, þó svo þeir [lögreglumenn] matist þar daglega,“ skrifar Níels í blaðið. Spurður um mál áðurnefnds veitingamanns og lögreglunnar á Suðurnesjum segir Níels við Fréttablaðið að Matvís hafi lengi verið að eltast við veitingamanninn vegna vanefnda hans við félagsmenn Matvís. Á endanum hafi verið beðið um að lögreglan sækti hann. „Það tók held ég eitt og hálft ár að koma honum í réttarsalinn. Samt var sýslumaðurinn þarna að borða hjá honum. Reykjanesið er svolítið sérstakt því það virðist vera eins og það sé regla hjá þeim að vera með mikið af svartri starfsemi í veitingabransanum,“ segir Níels. Ekki náðist tal af sýslumanninum í Keflavík til að bera undir hann þessa lýsingu Níelsar. Tveir starfandi veitingastaðir í Reykjavík eru nefndir á nafn í grein Níelsar sem dæmi um slæmt siðferði. „Þessi fyrirtæki skila ekki gjöldunum sem þau draga af starfsfólkinu heldur skipta bara um kennitölur þegar það er kominn tími. Þetta er gífurlegur kostnaður sem fer úr sameiginlegum sjóðum til að borga þennan þjófnað,“ útskýrir hann. Formaður Matvís kveðst telja afar mikilvægt fyrir samfélagið allt að uppræta slíka viðskiptahætti, hvort sem er í veitingastarfsemi eða á öðrum sviðum atvinnulífsins. Setja þurfi lög sem komi í veg fyrir að hægt sé að skipta um kennitölu til þess eins að losna við skuldir. Einnig lög sem fyrirbyggi að hægt sé að koma eignum undan á meðan mál eru í rannsókn. gar@frettabladid.is Níels S. Olgeirsson Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
„Reykjanesið er sérfyrirbæri og engu líkara en að þar gildi alls engin lög,“ skrifar Níels Sigurður Olgeirsson, formaður Matvæla- og veitingafélags Íslands, í blað félagsins Matvís. Níels segir í Matvís að siðferði í veitingageiranum sé oft á mjög lágu plani. Lenska sé hjá sumum að skipta um kennitölur og skilja eftir skuldir til birgja, leigusala og starfsfólks. Sérstaklega telur hann ástandið á Reykjanesi slæmt. „Það virðist eins og það sé regla hjá þeim að vera með mikið af svartri starfsemi í veitingabransanum,“ segir Níels við Fréttablaðið. Í Matvís nefnir Níels dæmi um veitingamann sem illa gekk að koma böndum yfir. „Alla vega gekk lögreglunni erfiðlega að færa veitingamann í dómsal þegar hann mætti ekki þangað af fúsum og frjálsum vilja, þó svo þeir [lögreglumenn] matist þar daglega,“ skrifar Níels í blaðið. Spurður um mál áðurnefnds veitingamanns og lögreglunnar á Suðurnesjum segir Níels við Fréttablaðið að Matvís hafi lengi verið að eltast við veitingamanninn vegna vanefnda hans við félagsmenn Matvís. Á endanum hafi verið beðið um að lögreglan sækti hann. „Það tók held ég eitt og hálft ár að koma honum í réttarsalinn. Samt var sýslumaðurinn þarna að borða hjá honum. Reykjanesið er svolítið sérstakt því það virðist vera eins og það sé regla hjá þeim að vera með mikið af svartri starfsemi í veitingabransanum,“ segir Níels. Ekki náðist tal af sýslumanninum í Keflavík til að bera undir hann þessa lýsingu Níelsar. Tveir starfandi veitingastaðir í Reykjavík eru nefndir á nafn í grein Níelsar sem dæmi um slæmt siðferði. „Þessi fyrirtæki skila ekki gjöldunum sem þau draga af starfsfólkinu heldur skipta bara um kennitölur þegar það er kominn tími. Þetta er gífurlegur kostnaður sem fer úr sameiginlegum sjóðum til að borga þennan þjófnað,“ útskýrir hann. Formaður Matvís kveðst telja afar mikilvægt fyrir samfélagið allt að uppræta slíka viðskiptahætti, hvort sem er í veitingastarfsemi eða á öðrum sviðum atvinnulífsins. Setja þurfi lög sem komi í veg fyrir að hægt sé að skipta um kennitölu til þess eins að losna við skuldir. Einnig lög sem fyrirbyggi að hægt sé að koma eignum undan á meðan mál eru í rannsókn. gar@frettabladid.is Níels S. Olgeirsson
Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira