Eins og alls engin lög gildi á Reykjanesinu 13. október 2009 04:00 Á Reykjanesi virðist það vera regla, segir formaður Matvís, að reka veitingastaði utan laga og reglna. „Reykjanesið er sérfyrirbæri og engu líkara en að þar gildi alls engin lög,“ skrifar Níels Sigurður Olgeirsson, formaður Matvæla- og veitingafélags Íslands, í blað félagsins Matvís. Níels segir í Matvís að siðferði í veitingageiranum sé oft á mjög lágu plani. Lenska sé hjá sumum að skipta um kennitölur og skilja eftir skuldir til birgja, leigusala og starfsfólks. Sérstaklega telur hann ástandið á Reykjanesi slæmt. „Það virðist eins og það sé regla hjá þeim að vera með mikið af svartri starfsemi í veitingabransanum,“ segir Níels við Fréttablaðið. Í Matvís nefnir Níels dæmi um veitingamann sem illa gekk að koma böndum yfir. „Alla vega gekk lögreglunni erfiðlega að færa veitingamann í dómsal þegar hann mætti ekki þangað af fúsum og frjálsum vilja, þó svo þeir [lögreglumenn] matist þar daglega,“ skrifar Níels í blaðið. Spurður um mál áðurnefnds veitingamanns og lögreglunnar á Suðurnesjum segir Níels við Fréttablaðið að Matvís hafi lengi verið að eltast við veitingamanninn vegna vanefnda hans við félagsmenn Matvís. Á endanum hafi verið beðið um að lögreglan sækti hann. „Það tók held ég eitt og hálft ár að koma honum í réttarsalinn. Samt var sýslumaðurinn þarna að borða hjá honum. Reykjanesið er svolítið sérstakt því það virðist vera eins og það sé regla hjá þeim að vera með mikið af svartri starfsemi í veitingabransanum,“ segir Níels. Ekki náðist tal af sýslumanninum í Keflavík til að bera undir hann þessa lýsingu Níelsar. Tveir starfandi veitingastaðir í Reykjavík eru nefndir á nafn í grein Níelsar sem dæmi um slæmt siðferði. „Þessi fyrirtæki skila ekki gjöldunum sem þau draga af starfsfólkinu heldur skipta bara um kennitölur þegar það er kominn tími. Þetta er gífurlegur kostnaður sem fer úr sameiginlegum sjóðum til að borga þennan þjófnað,“ útskýrir hann. Formaður Matvís kveðst telja afar mikilvægt fyrir samfélagið allt að uppræta slíka viðskiptahætti, hvort sem er í veitingastarfsemi eða á öðrum sviðum atvinnulífsins. Setja þurfi lög sem komi í veg fyrir að hægt sé að skipta um kennitölu til þess eins að losna við skuldir. Einnig lög sem fyrirbyggi að hægt sé að koma eignum undan á meðan mál eru í rannsókn. gar@frettabladid.is Níels S. Olgeirsson Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
„Reykjanesið er sérfyrirbæri og engu líkara en að þar gildi alls engin lög,“ skrifar Níels Sigurður Olgeirsson, formaður Matvæla- og veitingafélags Íslands, í blað félagsins Matvís. Níels segir í Matvís að siðferði í veitingageiranum sé oft á mjög lágu plani. Lenska sé hjá sumum að skipta um kennitölur og skilja eftir skuldir til birgja, leigusala og starfsfólks. Sérstaklega telur hann ástandið á Reykjanesi slæmt. „Það virðist eins og það sé regla hjá þeim að vera með mikið af svartri starfsemi í veitingabransanum,“ segir Níels við Fréttablaðið. Í Matvís nefnir Níels dæmi um veitingamann sem illa gekk að koma böndum yfir. „Alla vega gekk lögreglunni erfiðlega að færa veitingamann í dómsal þegar hann mætti ekki þangað af fúsum og frjálsum vilja, þó svo þeir [lögreglumenn] matist þar daglega,“ skrifar Níels í blaðið. Spurður um mál áðurnefnds veitingamanns og lögreglunnar á Suðurnesjum segir Níels við Fréttablaðið að Matvís hafi lengi verið að eltast við veitingamanninn vegna vanefnda hans við félagsmenn Matvís. Á endanum hafi verið beðið um að lögreglan sækti hann. „Það tók held ég eitt og hálft ár að koma honum í réttarsalinn. Samt var sýslumaðurinn þarna að borða hjá honum. Reykjanesið er svolítið sérstakt því það virðist vera eins og það sé regla hjá þeim að vera með mikið af svartri starfsemi í veitingabransanum,“ segir Níels. Ekki náðist tal af sýslumanninum í Keflavík til að bera undir hann þessa lýsingu Níelsar. Tveir starfandi veitingastaðir í Reykjavík eru nefndir á nafn í grein Níelsar sem dæmi um slæmt siðferði. „Þessi fyrirtæki skila ekki gjöldunum sem þau draga af starfsfólkinu heldur skipta bara um kennitölur þegar það er kominn tími. Þetta er gífurlegur kostnaður sem fer úr sameiginlegum sjóðum til að borga þennan þjófnað,“ útskýrir hann. Formaður Matvís kveðst telja afar mikilvægt fyrir samfélagið allt að uppræta slíka viðskiptahætti, hvort sem er í veitingastarfsemi eða á öðrum sviðum atvinnulífsins. Setja þurfi lög sem komi í veg fyrir að hægt sé að skipta um kennitölu til þess eins að losna við skuldir. Einnig lög sem fyrirbyggi að hægt sé að koma eignum undan á meðan mál eru í rannsókn. gar@frettabladid.is Níels S. Olgeirsson
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira