Veitingamenn neita ásökunum um svik 14. október 2009 06:00 Einar Bárðarson „Mér finnst eðlilegt að hann biðjist afsökunar,“ segir Steinþór Jónsson á Hótel Keflavík, sem er ósáttur við yfirlýsingar Níelsar S. Olgeirssonar, formanns Matvæla- og veitingafélags Íslands, um meinta svarta starfsemi í veitingageiranum á Suðurnesjum. Í Fréttablaðinu í gær sagði Níels meðal annars að svo virtist sem það væri regla á Reykjanesi að menn færu ekki að lögum við rekstur veitingahúsa. Margir veitingamenn á svæðinu sem Fréttablaðið ræddi við í gær segja að Níels ætti að biðjast afsökunar á alhæfingum um heilan hóp veitingamanna. „Okkur finnst ósmekklegt af forsvarsmanni Matvís að þjófkenna heila stétt af fólki sem er að berjast við erfiðar aðstæður,“ segir Einar Bárðarson, sem rekur skemmtistaðinn Officeraklúbbinn á Keflavíkurflugvelli. Einar og fleiri veitingamenn segjast telja eðlilegt að Níels nafngreini veitingastað á Reykjanesi sem hann sagði í Fréttablaðinu og í eigin félagsblaði, Matvís, að færi ekki að lögum. „Hann virðist mjög argur yfir alvarlegum brotum, sem eru svívirðileg ef rétt reynast, en að fara yfir alla línuna og segja menn vera með svarta peninga er ansi harkalegt og dónaskapur,“ segir Einar og undir það tekur Örn Garðars í Veisluþjónustunni Soho. „Það þarf að komast á hreint hver þetta er því það er ekki gott að vera bendlaður við þetta,“ segir Örn og fullyrðir að þótt sumir veitingamenn á Suðurnesjum hafi lent í erfiðleikum sé ástandið þar ekki verra en annars staðar. Steinþór Jónsson segir fullyrðingar Níelsar skelfilegar. „Mér finnst mjög sérstakt að þetta skuli gert af einstaklingi í þessari stöðu. Þetta er ekki í neinum takti við það sem ég þekki. Þessi alhæfing getur ekki átt rétt á sér – það er alveg á kristaltæru.“ Níels kveðst standa við fyrri yfirlýsingar og ætlar ekki að biðjast afsökunar. „Ég held að þetta svæði sé svolítið sýkt af veru varnarliðsins. Þeir hugsa öðruvísi en við. Ég veit að það er vont ef menn liggja allir undir grun. En ef veitingamenn vilja skal ég gera tilraun til þess í næsta Matvísblaði að hvítþvo þá sem eru hreinir – ef þeir finnast,“ segir formaður Matvís. gar@frettabladid.is Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
„Mér finnst eðlilegt að hann biðjist afsökunar,“ segir Steinþór Jónsson á Hótel Keflavík, sem er ósáttur við yfirlýsingar Níelsar S. Olgeirssonar, formanns Matvæla- og veitingafélags Íslands, um meinta svarta starfsemi í veitingageiranum á Suðurnesjum. Í Fréttablaðinu í gær sagði Níels meðal annars að svo virtist sem það væri regla á Reykjanesi að menn færu ekki að lögum við rekstur veitingahúsa. Margir veitingamenn á svæðinu sem Fréttablaðið ræddi við í gær segja að Níels ætti að biðjast afsökunar á alhæfingum um heilan hóp veitingamanna. „Okkur finnst ósmekklegt af forsvarsmanni Matvís að þjófkenna heila stétt af fólki sem er að berjast við erfiðar aðstæður,“ segir Einar Bárðarson, sem rekur skemmtistaðinn Officeraklúbbinn á Keflavíkurflugvelli. Einar og fleiri veitingamenn segjast telja eðlilegt að Níels nafngreini veitingastað á Reykjanesi sem hann sagði í Fréttablaðinu og í eigin félagsblaði, Matvís, að færi ekki að lögum. „Hann virðist mjög argur yfir alvarlegum brotum, sem eru svívirðileg ef rétt reynast, en að fara yfir alla línuna og segja menn vera með svarta peninga er ansi harkalegt og dónaskapur,“ segir Einar og undir það tekur Örn Garðars í Veisluþjónustunni Soho. „Það þarf að komast á hreint hver þetta er því það er ekki gott að vera bendlaður við þetta,“ segir Örn og fullyrðir að þótt sumir veitingamenn á Suðurnesjum hafi lent í erfiðleikum sé ástandið þar ekki verra en annars staðar. Steinþór Jónsson segir fullyrðingar Níelsar skelfilegar. „Mér finnst mjög sérstakt að þetta skuli gert af einstaklingi í þessari stöðu. Þetta er ekki í neinum takti við það sem ég þekki. Þessi alhæfing getur ekki átt rétt á sér – það er alveg á kristaltæru.“ Níels kveðst standa við fyrri yfirlýsingar og ætlar ekki að biðjast afsökunar. „Ég held að þetta svæði sé svolítið sýkt af veru varnarliðsins. Þeir hugsa öðruvísi en við. Ég veit að það er vont ef menn liggja allir undir grun. En ef veitingamenn vilja skal ég gera tilraun til þess í næsta Matvísblaði að hvítþvo þá sem eru hreinir – ef þeir finnast,“ segir formaður Matvís. gar@frettabladid.is
Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira