Erlent

Ísland og Króatía hugsanlega tekin inn í ESB á sama tíma

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Olli Rehn er stækkunarstjóri Evrópusambandsins. Mynd/ AFP.
Olli Rehn er stækkunarstjóri Evrópusambandsins. Mynd/ AFP.
Ísland og Króatía verða hugsanlega tekin inn í Evrópusambandið á sama tíma, segir Olli Rehn stækkunarstjóri Evrópusambandsins. Hann segir þó að til þess að þetta geti orðið verði ríkisstjórn Íslands að gera nauðsynlegar ráðstafanir skjótt.

Rehn segir að það sé mögulegt að mat á stöðu Íslands fyrir inngöngu verði tilbúið fyrir árslok. Það komi svo í hlut aðildarríkja að taka ákvörðun um aðildarviðræður við Íslendinga.

„Það er mögulegt að mat á Íslandi verði tilbúið fyrir jól," segir Rehn. Hann staðhæfir jafnframt að Ísland eigi efnahagslega samleið með Evrópusambandinu. „Um leið og við erum viss um að Króatía og Ísland eru tilbúin, ættu þau að fá inngöngu. Ef þau eru tilbúin fyrir inngöngu á um það bil sama tíma - ef munurinn er einungis fáeinir mánuðir - þá er það mikilvægt fyrir Evrópusambandið að þau fái inngöngu á sama tíma," er haft eftir Rehn í Berlingske Tiderne.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×