Erlent

Snaróð mamma laug til um veikindi sonar síns fyrir peninga

Móðirin hefur ekki verið nefnd í breskum fjölmiðlum.
Móðirin hefur ekki verið nefnd í breskum fjölmiðlum.

Upp hefur komist um hryllingsmömmu frá Bretlandi sem hefur misnotað barnið sitt hrottalega í gegnum árin. Hún er búinn að ljúga að öllum, meðal annars barninu sjálfu, að það sé langveikt. Meðal annars hefur móðirin, sem ekki hefur verið nefnd á nafn í Bretlandi, látið átta ára gamlan son sinn gangast undir læknisaðgerðir á þremur mismunandi spítölum þau sex ár sem hún hefur blekkt kerfið og jafnvel bresku konungsfjölskylduna.

Konan hefur haft 130 þúsund pund upp úr svikunum en peninginn notaði hún til þess að fara í frí og betrumbæta heimilið sitt.

Átta ára gamli sonur hennar hefur verið í hjólastól. Móðirin, sem þóttist vera hjúkrunarkona, hitti meðal annars Camillu Parker Bowles vegna meintra veikinda barnsins. Þá sendi hún Simon Cowell hjartnæmt bréf þar sem veikindum barnsins var lýst í smáatriðum. Af samúð gaf Simon mæðginunum tvo miða á X-Faktor í Bretlandi.

Hún laug því meðal annars að barnið væri heilalamað, væri með slímseigjusjúkdóm og að barnið væri með ofnæmi fyrir hveiti og mat með glúten. Þá gekk hún einu sinni svo langt að hún skipti á blóðsýnum til þess að sanna að barnið væri sykursjúkt.

Drengurinn birtist meðal annars í bresku sjónvarpi og tímaritum vegna veikindanna.

Einn lögreglumannanna sem rannsakaði málið sagði barnið vera fárveikt þegar athyglin beindist að því. En þegar enginn sá til hljóp drengurinn um eins og heilbrigt barn og borðaði hamborgara franskar.

Annars lögreglumaður sagði í viðtali við The Daily Mail að málið minnti sig á breska gamanþáttinn Little Britain þar sem persónan Andy, sem er keyrður um í hjólastól, stekkur úr honum og gerir ótrúlegustu hluti þegar félagi hans, Lou, sá ekki til.

„Hún lét alla halda hún ætti veikasta barn Bretlands - og allan tímann var það mamman sem var sú sjúka," sagði lögreglumaðurinn hneykslaður á hrottalegri meðferð móðurinnar á syni sínum.

Konan hefur verið ákærð fyrir meðferðina á barninu. Hún má búast við allt að þriggja ára fangelsi verði hún dæmd.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×