Snaróð mamma laug til um veikindi sonar síns fyrir peninga 17. október 2009 22:00 Móðirin hefur ekki verið nefnd í breskum fjölmiðlum. Upp hefur komist um hryllingsmömmu frá Bretlandi sem hefur misnotað barnið sitt hrottalega í gegnum árin. Hún er búinn að ljúga að öllum, meðal annars barninu sjálfu, að það sé langveikt. Meðal annars hefur móðirin, sem ekki hefur verið nefnd á nafn í Bretlandi, látið átta ára gamlan son sinn gangast undir læknisaðgerðir á þremur mismunandi spítölum þau sex ár sem hún hefur blekkt kerfið og jafnvel bresku konungsfjölskylduna. Konan hefur haft 130 þúsund pund upp úr svikunum en peninginn notaði hún til þess að fara í frí og betrumbæta heimilið sitt. Átta ára gamli sonur hennar hefur verið í hjólastól. Móðirin, sem þóttist vera hjúkrunarkona, hitti meðal annars Camillu Parker Bowles vegna meintra veikinda barnsins. Þá sendi hún Simon Cowell hjartnæmt bréf þar sem veikindum barnsins var lýst í smáatriðum. Af samúð gaf Simon mæðginunum tvo miða á X-Faktor í Bretlandi. Hún laug því meðal annars að barnið væri heilalamað, væri með slímseigjusjúkdóm og að barnið væri með ofnæmi fyrir hveiti og mat með glúten. Þá gekk hún einu sinni svo langt að hún skipti á blóðsýnum til þess að sanna að barnið væri sykursjúkt. Drengurinn birtist meðal annars í bresku sjónvarpi og tímaritum vegna veikindanna. Einn lögreglumannanna sem rannsakaði málið sagði barnið vera fárveikt þegar athyglin beindist að því. En þegar enginn sá til hljóp drengurinn um eins og heilbrigt barn og borðaði hamborgara franskar. Annars lögreglumaður sagði í viðtali við The Daily Mail að málið minnti sig á breska gamanþáttinn Little Britain þar sem persónan Andy, sem er keyrður um í hjólastól, stekkur úr honum og gerir ótrúlegustu hluti þegar félagi hans, Lou, sá ekki til. „Hún lét alla halda hún ætti veikasta barn Bretlands - og allan tímann var það mamman sem var sú sjúka," sagði lögreglumaðurinn hneykslaður á hrottalegri meðferð móðurinnar á syni sínum. Konan hefur verið ákærð fyrir meðferðina á barninu. Hún má búast við allt að þriggja ára fangelsi verði hún dæmd. Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Fleiri fréttir „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Sjá meira
Upp hefur komist um hryllingsmömmu frá Bretlandi sem hefur misnotað barnið sitt hrottalega í gegnum árin. Hún er búinn að ljúga að öllum, meðal annars barninu sjálfu, að það sé langveikt. Meðal annars hefur móðirin, sem ekki hefur verið nefnd á nafn í Bretlandi, látið átta ára gamlan son sinn gangast undir læknisaðgerðir á þremur mismunandi spítölum þau sex ár sem hún hefur blekkt kerfið og jafnvel bresku konungsfjölskylduna. Konan hefur haft 130 þúsund pund upp úr svikunum en peninginn notaði hún til þess að fara í frí og betrumbæta heimilið sitt. Átta ára gamli sonur hennar hefur verið í hjólastól. Móðirin, sem þóttist vera hjúkrunarkona, hitti meðal annars Camillu Parker Bowles vegna meintra veikinda barnsins. Þá sendi hún Simon Cowell hjartnæmt bréf þar sem veikindum barnsins var lýst í smáatriðum. Af samúð gaf Simon mæðginunum tvo miða á X-Faktor í Bretlandi. Hún laug því meðal annars að barnið væri heilalamað, væri með slímseigjusjúkdóm og að barnið væri með ofnæmi fyrir hveiti og mat með glúten. Þá gekk hún einu sinni svo langt að hún skipti á blóðsýnum til þess að sanna að barnið væri sykursjúkt. Drengurinn birtist meðal annars í bresku sjónvarpi og tímaritum vegna veikindanna. Einn lögreglumannanna sem rannsakaði málið sagði barnið vera fárveikt þegar athyglin beindist að því. En þegar enginn sá til hljóp drengurinn um eins og heilbrigt barn og borðaði hamborgara franskar. Annars lögreglumaður sagði í viðtali við The Daily Mail að málið minnti sig á breska gamanþáttinn Little Britain þar sem persónan Andy, sem er keyrður um í hjólastól, stekkur úr honum og gerir ótrúlegustu hluti þegar félagi hans, Lou, sá ekki til. „Hún lét alla halda hún ætti veikasta barn Bretlands - og allan tímann var það mamman sem var sú sjúka," sagði lögreglumaðurinn hneykslaður á hrottalegri meðferð móðurinnar á syni sínum. Konan hefur verið ákærð fyrir meðferðina á barninu. Hún má búast við allt að þriggja ára fangelsi verði hún dæmd.
Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Fleiri fréttir „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Sjá meira