Innlent

John Travolta lenti Boeing þotunni sinni á Keflavíkurflugvelli

Andri Ólafsson skrifar
Þota John Travolta á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi.
Þota John Travolta á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Mynd: Víkurfréttir

Boeing 707 þota leikarans John Travolta lenti á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Travolta er annálaður flugáhugamaður og hefur flogið þotunni sinni um allan heim.

Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að leikarinn hafi sjálfur flogið vélinni hingað til lands og mun hann dvelja hér þartil seinnipartinn í dag.

Þotan hans Travolta heitir Jett Clipper Ella í höfuðið á börnum leikarans. Þotan er sú eina sinnar tegundar sem er í einkaeigu en Travolta býr við flugvöll og getur lagt vélinni fyrir framan húsið sitt - Ekki slæmt.




















Fleiri fréttir

Sjá meira


×