Innlent

Búið að undirrita Icesave samkomulagið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Icesave samkomulagið var undirritað með fyrirvörum í fjármálaráðuneytinu fyrir stundu. Undirritunin markar kaflaskil í einhverri mestu milliríkjadeilu sem Íslendingar hafi staðið í frá lýðveldisstofnun. Viðstaddir undirritunina voru fulltrúar íslenskra, breskra og hollenskra stjórnvalda.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á blaðamannafundi vegna málsins í gær að niðurstaða vegna málsins væri ásættanleg og að lengra hafi málið ekki komist. Í hennar hugar er það mikilvægara fyrir hagsmuni þjóðarinnar að klára þetta mál heldur en að skilja það eftir í uppnámi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×