Hagfræðingur: Greiðsluþrot verður vart umflúið Sigríður Mogensen skrifar 19. október 2009 12:00 Greiðsluþrot þjóðarbúsins verður vart umflúið og aðgerðaráætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þarfnast róttækrar endurskoðunar. Þetta kemur fram í bréfi sem Gunnar Tómasson, hagfræðingur, sendi alþingismönnum í gærkvöldi. Gunnar Tómasson starfaði sem sérfræðingur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í aldarfjórðung. Hann hélt fyrirlestur í Reykjavíkur Akademíunni þann 7. febrúar síðastliðinn. Þar viðraði hann þá skoðun sína að íslenska þjóðarbúið stefndi í greiðsluþrot innan 12 til 18 mánaða. Í bréfi sínu til alþingismanna segir Gunnar að framvinda mála í kjölfarið hafi styrkt þá skoðun hans. Þar kemur fram að íslenska þjóðarbúið sé með fjórfalt hærri erlenda skuldastöðu en þau 50-60% af landsframleiðslu sem Harvard prófessorinn og fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Kenneth Rogoff segir vera mjög erfiða viðureignar. Þá sé erlend skuldastaða þjóðarbúsins tvöfalt hærri en þau 100-150% sem Rogoff segir vera fá fordæmi um að skuldsettar þjóðir hafi ráðið við. Gunnar vitnar í kafla úr nefndaráliti annars minnihluta fjárlaganefndar Alþingis frá því í sumar. Þar segir að skuldsetning þjóðarbúsins erlendis sé komin langt umfram það sem gerist hjá mörgum skuldugustu þjóðum heims. Í úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá nóvember 2008 var erlend brúttóskuldsetning þjóðarbúsins áætluð 160% af landsframleiðslu á þessu ári. Eins og fréttastofa hefur áður greint frá var skuldsetningin vanmetin á þeim tíma og stefnir allt í að erlendar skuldir þjóðarbúsins séu orðnar um það bil 240-250% af landsframleiðslu. Þess má geta að nýtt skuldaþolsmat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins liggur ekki fyrir þar sem endurskoðun sjóðsins á efnahagsáætlun Íslands bíður enn. Gunnar segir að aðgerðaráætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem hafi byggt á allt öðrum forsendum varðandi erlenda skuldastöðu, þarfnist róttækrar endurskoðunar. Greiðsluþrot þjóðarbúsins verði vart umflúið. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Greiðsluþrot þjóðarbúsins verður vart umflúið og aðgerðaráætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þarfnast róttækrar endurskoðunar. Þetta kemur fram í bréfi sem Gunnar Tómasson, hagfræðingur, sendi alþingismönnum í gærkvöldi. Gunnar Tómasson starfaði sem sérfræðingur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í aldarfjórðung. Hann hélt fyrirlestur í Reykjavíkur Akademíunni þann 7. febrúar síðastliðinn. Þar viðraði hann þá skoðun sína að íslenska þjóðarbúið stefndi í greiðsluþrot innan 12 til 18 mánaða. Í bréfi sínu til alþingismanna segir Gunnar að framvinda mála í kjölfarið hafi styrkt þá skoðun hans. Þar kemur fram að íslenska þjóðarbúið sé með fjórfalt hærri erlenda skuldastöðu en þau 50-60% af landsframleiðslu sem Harvard prófessorinn og fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Kenneth Rogoff segir vera mjög erfiða viðureignar. Þá sé erlend skuldastaða þjóðarbúsins tvöfalt hærri en þau 100-150% sem Rogoff segir vera fá fordæmi um að skuldsettar þjóðir hafi ráðið við. Gunnar vitnar í kafla úr nefndaráliti annars minnihluta fjárlaganefndar Alþingis frá því í sumar. Þar segir að skuldsetning þjóðarbúsins erlendis sé komin langt umfram það sem gerist hjá mörgum skuldugustu þjóðum heims. Í úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá nóvember 2008 var erlend brúttóskuldsetning þjóðarbúsins áætluð 160% af landsframleiðslu á þessu ári. Eins og fréttastofa hefur áður greint frá var skuldsetningin vanmetin á þeim tíma og stefnir allt í að erlendar skuldir þjóðarbúsins séu orðnar um það bil 240-250% af landsframleiðslu. Þess má geta að nýtt skuldaþolsmat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins liggur ekki fyrir þar sem endurskoðun sjóðsins á efnahagsáætlun Íslands bíður enn. Gunnar segir að aðgerðaráætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem hafi byggt á allt öðrum forsendum varðandi erlenda skuldastöðu, þarfnist róttækrar endurskoðunar. Greiðsluþrot þjóðarbúsins verði vart umflúið.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira