Sakar Framsókn um pólitíska spillingu í útboði Höskuldur Kári Schram skrifar 19. október 2009 18:54 Framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Fonsi sakar framsóknarmenn um pólitíska spillingu og sóðaskap í tengslum við útboð á framkvæmdum í miðbæ Reykjavíkur. Hann útilokar ekki að málið verði kært. Málið snýst um uppbyggingu á brunareitnum svokallaða á horni Lækjargötu og Austurstrætis. Verkið var boðið út í síðasta mánuði og átti verktakafyrirtækið Fonsi lægsta tilboðið. Eykt sem átti næst lægsta tilboðið fékk hins vegar verkið. Tilboð Fonsa hljóðaði upp á tæpar 138 milljónir en Eykt bauð hins vegar rúmar 143 milljónir króna í verkið. Tilboði Fonsa var hafnað þar sem fyrirtækið þótti ekki hafa uppfyllt öll skilyrði útboðsins. Samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2008 var eiginfjárstaða ekki yfir skilyrtu lágmarki útboðsins. Félagið er hins vegar yfir lágmarkinu samkvæmt árshlutareikningi fyrir núgildandi ár. Þá er einnig um það deilt hvort félagið hafi reynslu af jafn stórum framkvæmdum og hér um ræðir. Framkvæmdastjóri Fonsa segir augljóst að útboðið hafi verið fyrirfram ákveðið og ljóst að Eykt átti að fá verkefnið. Vísar hann meðal annars til þess að Eykt hafi borgað í kosningasjóð framsóknarmanna á sínum tíma. „Ég tel að þetta sé pólitík spilling sóðaskapur sem við viljum ekki sjá," segir Sigurfinnur Sigurjónsson, framkvæmdarstjóri Fonsa en spurður hvað hann eigi nákvæmlega við svarar hann: „Við vitum öll sem fylgjum með fréttum tengslin á milli framsóknarmanna í Reykjavík og umrædds fyrirtækis og ég held að það sé enn einu sinni að koma í ljós að þeir eru að uppskera fyrir styrk til Framsóknarflokksins." Hallur Magnússon, formaður innkauparáðs Reykjavíkurborgar og fulltrúi framsóknarmanna í ráðinu, sagði í samtali við fréttastofu í dag að ekki hafi verið hægt að fallast á tilboð Fonsa þar sem félagið hafi ekki uppfyllt öll skilyrði. Ekki hafi verið hægt að taka árshlutareikning félagsins gildan þar sem hann hefur ekki skattalegt gildi. Hallur vísar ennfremur ásökunum um spillingu á bug. Sigurfinnur hefur nú sett í samband við lögfræðing Samtaka iðnaðarins og íhugar nú að kæra málið. Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Fonsi sakar framsóknarmenn um pólitíska spillingu og sóðaskap í tengslum við útboð á framkvæmdum í miðbæ Reykjavíkur. Hann útilokar ekki að málið verði kært. Málið snýst um uppbyggingu á brunareitnum svokallaða á horni Lækjargötu og Austurstrætis. Verkið var boðið út í síðasta mánuði og átti verktakafyrirtækið Fonsi lægsta tilboðið. Eykt sem átti næst lægsta tilboðið fékk hins vegar verkið. Tilboð Fonsa hljóðaði upp á tæpar 138 milljónir en Eykt bauð hins vegar rúmar 143 milljónir króna í verkið. Tilboði Fonsa var hafnað þar sem fyrirtækið þótti ekki hafa uppfyllt öll skilyrði útboðsins. Samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2008 var eiginfjárstaða ekki yfir skilyrtu lágmarki útboðsins. Félagið er hins vegar yfir lágmarkinu samkvæmt árshlutareikningi fyrir núgildandi ár. Þá er einnig um það deilt hvort félagið hafi reynslu af jafn stórum framkvæmdum og hér um ræðir. Framkvæmdastjóri Fonsa segir augljóst að útboðið hafi verið fyrirfram ákveðið og ljóst að Eykt átti að fá verkefnið. Vísar hann meðal annars til þess að Eykt hafi borgað í kosningasjóð framsóknarmanna á sínum tíma. „Ég tel að þetta sé pólitík spilling sóðaskapur sem við viljum ekki sjá," segir Sigurfinnur Sigurjónsson, framkvæmdarstjóri Fonsa en spurður hvað hann eigi nákvæmlega við svarar hann: „Við vitum öll sem fylgjum með fréttum tengslin á milli framsóknarmanna í Reykjavík og umrædds fyrirtækis og ég held að það sé enn einu sinni að koma í ljós að þeir eru að uppskera fyrir styrk til Framsóknarflokksins." Hallur Magnússon, formaður innkauparáðs Reykjavíkurborgar og fulltrúi framsóknarmanna í ráðinu, sagði í samtali við fréttastofu í dag að ekki hafi verið hægt að fallast á tilboð Fonsa þar sem félagið hafi ekki uppfyllt öll skilyrði. Ekki hafi verið hægt að taka árshlutareikning félagsins gildan þar sem hann hefur ekki skattalegt gildi. Hallur vísar ennfremur ásökunum um spillingu á bug. Sigurfinnur hefur nú sett í samband við lögfræðing Samtaka iðnaðarins og íhugar nú að kæra málið.
Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira