Lífið

Arnaldur og Stieg rjúfa þýðingarmúrinn vestan hafs

Arnaldur Indriðason slær í gegn vestan hafs ásamt kollega sínum, Stieg Larsson.
Arnaldur Indriðason slær í gegn vestan hafs ásamt kollega sínum, Stieg Larsson.

Glæpasagnahöfundarnir Arnaldur Indriðason og Stieg Larsson virðast hafa rofið þýðingarmúr sem ríkt hefur á milli Bandaríkjanna og annarra ríkja í bókmenntum. Meðal annars fékk Stieg viðurkenningu á bandarísku glæpasagnaráðstefnunni Bouchercon samkvæmt The Guardian.

Þá fékk bók Arnalds, Kleifarvatn, Barry verðlaunin fyrir bestu skáldsöguna en það voru lesendur tímaritsins Dedly Plesaures and mysteri News sem völdu hana.

Í umfjöllun Guardian kemur fram að hingað til hafi það verið nær ómögulegt fyrir þýddar bókmenntir að komast á Bandaríkjamarkað. Það virðist vera breytast með norrænu rithöfundunum. Ritstjóri Arnalds Indriðasonar, Stuart Williams sagði að velgengni rithöfunda eins og Stieg Larsson væri að færa norrænar glæpasögur upp á nýtt stig varðandi þýddar bókmenntir.

Stuart segir útskýringar á velgengni Arnalds vestan hafs sé sú að sögur hans eru lausar við melódrama, þær séu með undirliggjandi spennu og textinn er lifandi.

Þá hjálpar til að kvikmyndin Mýrin er í framleiðslu í Hollywood og ætti að auka á vinsældir höfundarins.

Hægt er að lesa grein Guardians hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.