Háskólinn Eiríkur Bergmann skrifar 21. október 2009 06:00 Á uppgangstíma efnahagslífsins óx háskólakerfið með sama ógnarhraða og mörg önnur svið samfélagsins. Samkeppni varð boðorð dagsins og háskólarnir hófu að keppa hver við aðra um nemendur. Samkeppnin átti í orði kveðnu að auka gæði og fjölbreytni í háskólastarfi. En jafnvel þótt slíku sé haldið fram í hátíðarræðum hygg ég að flestir sem hafa starfað við háskólakennslu á Íslandi lengur en áratug viti mætavel að námskröfur hafa stöðugt minnkað eftir því sem kló samkeppninnar hefur gripið þéttar. Þetta á jafnt við í öllum skólunum, ríkisskólum sem öðrum, enda tilkomið af kerfislægri skekkju og varð meðal annars til með því reikningslíkani sem skiptir opinberu fé á milli háskóla landsins. Kerfið bókstaflega hvetur skólana til að kenna í risastórum hópum og fjöldaframleiða prófskírteini burt séð frá gæðum menntunarinnar. Smám saman þrýstir samkeppnin öllu í sama farveginn. Við þessari þróun þarf að sporna. Þess vegna er sú umræða sem nú fer fram um hagræðingu í háskólakerfinu einkar tímabær og mikilvægt að vel takist til. Þrátt fyrir mismunandi rekstrarform er hérlent háskólastarf að mestu fjármagnað af opinberu fé og snertir því allt samfélagið. Vissulega er margt vel gert en okkur hefur eigi að síður borið af leið. Eins og á við um mörg önnur svið samfélagsins urðu háskólarnir viðskiptavæðingu samfélagsins að bráð. Í stað þess að einbeita okkur að því grundvallarverkefni að skapa og miðla þekkingu fór starfsemin í auknu mæli að snúast um markaðssetningu. Allt í einu átti atvinnulífið að kosta prófessorsstöður og heilu rannsóknasetrin. Háskólarnir voru seldir athafnamönnum á kostakjörum. Ég minnist til að mynda fundar um stöðu háskólasamfélagsins fyrir tveimur árum. Menn virtust sammála um að háskólarnir ættu fyrst og síðast að þjóna þörfum atvinnulífsins, undirbúa nemendur undir störf í atvinnulfinu. Því þyrfti að kortleggja þörf fyrirtækjanna fyrir sérhæft starfsfólk og miða starf háskólanna að því. Þegar einmanna gagnrýnin rödd spurði hvað þetta „atvinnulíf“ nú eiginlega væri var svarið góðlátlegur hlátur, spurningin þótti svo vitlaus. En hvert er hlutverk háskóla? Er það einvörðungu að undirbúa nemendur undir tiltekin störf? Háskólinn er ein elsta stofnun vestrænna samfélaga, jafnvel eldri en kirkjan í vissum skilningi. Lengst af var hlutvek háskólanna að leita þekkingar, gagnrýna ríkjandi viðhorf og leita sannleikans. Þekkingin var álitin hafa gildi í sjálfri sér óháð hagsmunum dagsins. Af þessu höfum við því miður misst sjónar. Okkur sem störfum í háskólunum ber nú að finna réttu leiðina í átt að betra háskólakerfi, samfélaginu öllu til hagsbóta. Fámennið er auðvitað takmarkandi, í samanburði við önnur lönd ber Ísland tæpast einn háskóla í merkingunni Universitas. Dramb um að íslenskir háskólar verði meðal þeirra bestu í heimi þjónar því engu öðru en uppblásinni þjóðrembu og er ekkert nær sannleikanum en þegar við héldum að íslenskir bankamenn væru öðrum fremri. Verkefnið nú er að búa til gott háskólakerfi sem styður við heilbrigt samfélag og hjálpar nemendum við að takast á við sjálfa sig, lífið og tilveruna. Að mínu viti þarf að byggja hér upp háskólakerfi sem grundvallast á samvinnu milli skóla en ekki aðeins á endalausri samkeppni, sem stundum verður hreinlega eyðileggjandi afl. Í stað þess að fara í sífellu inn á svið hvers annars gætu háskólarnir til að mynda boðið upp á sameiginlegar námsbrautir. Til að tryggja fjölbreytni þurfa stjórnvöld að hafa forystu í því að koma á skynsamlegri verkaskiptingu og kerfisbundinni samvinnu milli ólíkra háskólastofnana. Hugsanlega mætti sameina yfirbyggingu allra háskólanna í eina sameiginlega stofnun en viðhalda kennslu og rannsóknastafi áfram í sjálfstæðum stofnunum. Háskóli Íslands samanstendur eftir nýlega breytingu af fimm sviðum sem hver og ein gæti verið sjálfstæður skóli innan sameiginlegrar stofnunar sem einnig næði til annarra háskólastofnana. Háskólinn á Bifröst hefur þá sérstöðu að kenna fámennum hópum og byggja á fjölbreyttum verkefnum. Þrátt fyrir ólíka kennslufræði óttast ég ekki afdrif svoleiðis skóla innan háskólakerfis sem byggir á kerfisbundnu samstarfi. Höfundur er dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst og hefur kennt við ellefu háskóla í sjö löndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Á uppgangstíma efnahagslífsins óx háskólakerfið með sama ógnarhraða og mörg önnur svið samfélagsins. Samkeppni varð boðorð dagsins og háskólarnir hófu að keppa hver við aðra um nemendur. Samkeppnin átti í orði kveðnu að auka gæði og fjölbreytni í háskólastarfi. En jafnvel þótt slíku sé haldið fram í hátíðarræðum hygg ég að flestir sem hafa starfað við háskólakennslu á Íslandi lengur en áratug viti mætavel að námskröfur hafa stöðugt minnkað eftir því sem kló samkeppninnar hefur gripið þéttar. Þetta á jafnt við í öllum skólunum, ríkisskólum sem öðrum, enda tilkomið af kerfislægri skekkju og varð meðal annars til með því reikningslíkani sem skiptir opinberu fé á milli háskóla landsins. Kerfið bókstaflega hvetur skólana til að kenna í risastórum hópum og fjöldaframleiða prófskírteini burt séð frá gæðum menntunarinnar. Smám saman þrýstir samkeppnin öllu í sama farveginn. Við þessari þróun þarf að sporna. Þess vegna er sú umræða sem nú fer fram um hagræðingu í háskólakerfinu einkar tímabær og mikilvægt að vel takist til. Þrátt fyrir mismunandi rekstrarform er hérlent háskólastarf að mestu fjármagnað af opinberu fé og snertir því allt samfélagið. Vissulega er margt vel gert en okkur hefur eigi að síður borið af leið. Eins og á við um mörg önnur svið samfélagsins urðu háskólarnir viðskiptavæðingu samfélagsins að bráð. Í stað þess að einbeita okkur að því grundvallarverkefni að skapa og miðla þekkingu fór starfsemin í auknu mæli að snúast um markaðssetningu. Allt í einu átti atvinnulífið að kosta prófessorsstöður og heilu rannsóknasetrin. Háskólarnir voru seldir athafnamönnum á kostakjörum. Ég minnist til að mynda fundar um stöðu háskólasamfélagsins fyrir tveimur árum. Menn virtust sammála um að háskólarnir ættu fyrst og síðast að þjóna þörfum atvinnulífsins, undirbúa nemendur undir störf í atvinnulfinu. Því þyrfti að kortleggja þörf fyrirtækjanna fyrir sérhæft starfsfólk og miða starf háskólanna að því. Þegar einmanna gagnrýnin rödd spurði hvað þetta „atvinnulíf“ nú eiginlega væri var svarið góðlátlegur hlátur, spurningin þótti svo vitlaus. En hvert er hlutverk háskóla? Er það einvörðungu að undirbúa nemendur undir tiltekin störf? Háskólinn er ein elsta stofnun vestrænna samfélaga, jafnvel eldri en kirkjan í vissum skilningi. Lengst af var hlutvek háskólanna að leita þekkingar, gagnrýna ríkjandi viðhorf og leita sannleikans. Þekkingin var álitin hafa gildi í sjálfri sér óháð hagsmunum dagsins. Af þessu höfum við því miður misst sjónar. Okkur sem störfum í háskólunum ber nú að finna réttu leiðina í átt að betra háskólakerfi, samfélaginu öllu til hagsbóta. Fámennið er auðvitað takmarkandi, í samanburði við önnur lönd ber Ísland tæpast einn háskóla í merkingunni Universitas. Dramb um að íslenskir háskólar verði meðal þeirra bestu í heimi þjónar því engu öðru en uppblásinni þjóðrembu og er ekkert nær sannleikanum en þegar við héldum að íslenskir bankamenn væru öðrum fremri. Verkefnið nú er að búa til gott háskólakerfi sem styður við heilbrigt samfélag og hjálpar nemendum við að takast á við sjálfa sig, lífið og tilveruna. Að mínu viti þarf að byggja hér upp háskólakerfi sem grundvallast á samvinnu milli skóla en ekki aðeins á endalausri samkeppni, sem stundum verður hreinlega eyðileggjandi afl. Í stað þess að fara í sífellu inn á svið hvers annars gætu háskólarnir til að mynda boðið upp á sameiginlegar námsbrautir. Til að tryggja fjölbreytni þurfa stjórnvöld að hafa forystu í því að koma á skynsamlegri verkaskiptingu og kerfisbundinni samvinnu milli ólíkra háskólastofnana. Hugsanlega mætti sameina yfirbyggingu allra háskólanna í eina sameiginlega stofnun en viðhalda kennslu og rannsóknastafi áfram í sjálfstæðum stofnunum. Háskóli Íslands samanstendur eftir nýlega breytingu af fimm sviðum sem hver og ein gæti verið sjálfstæður skóli innan sameiginlegrar stofnunar sem einnig næði til annarra háskólastofnana. Háskólinn á Bifröst hefur þá sérstöðu að kenna fámennum hópum og byggja á fjölbreyttum verkefnum. Þrátt fyrir ólíka kennslufræði óttast ég ekki afdrif svoleiðis skóla innan háskólakerfis sem byggir á kerfisbundnu samstarfi. Höfundur er dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst og hefur kennt við ellefu háskóla í sjö löndum.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun