Íslendingar bera pólitíska ábyrgð í málum flóttamannanna Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. október 2009 10:36 Það skiptir máli að stjórnvöld skoði út frá pólitískum forsendum af hvaða ástæðum fólki er vísað út úr landi, segir Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG. Eins og kunnugt er hefur fjórum flóttamönnum frá Afganistan og Írak verið vísað frá landinu. Sá fimmti er í felum af ótta við að honum verði jafnframt vísað á brott. Stefán Pálsson, áhrifamaður innan Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, gagnrýndi dómsmálaráðherra harðlega vegna máls flóttamannanna á bloggi sínu í gær og segir daga hennar í embætti senn talda. Katrín segir hins vegar að ágætis ánægja ríki með störf dómsmálaráðherra. Á síðasta ríkisstjórnarfundi hafi verið samþykkt tillaga hennar um að stjórnarflokkarnir skipuðu fjögurra manna hóp til þess að fara yfir það hvernig framkvæmd í málefnum flóttamanna væri háttað og hvað þyrfti að bæta. „Fólk hefur fengið leyfi til að vera hér út frá mannúðarsjónarmiðum. Sú breyting sem hefur orðið í tíð þessarar ríkisstjórnar er að forsendur eru metnar út frá tilfelli hvers og eins og það er bara spurning hvaða breytur eru teknar þar inn í. Að mínu mati mætti skoða það hvaðan þetta fólk er að koma og hvaða ábyrgð við berum gagnvart þessum löndum sem þeir eru að koma frá, Írak og Afganistan," segir Katrín. Hún segir að Íslendingar beri ákveðna pólitíska ábyrgð eftir þann hernað sem hefur verið í þessum löndum. Katrín segir að dómsmálaráðherra vinni eftir þeirri stefnu sem ríkisstjórnarflokkarnir marki. Það sé þeirra verkefni að koma stefnunni rétt á framfæri. Þá segir Katrín jafnframt að verið sé að skoða sérstaklega málefni tveggja þeirra flóttamanna sem sendir voru á brott. Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Það skiptir máli að stjórnvöld skoði út frá pólitískum forsendum af hvaða ástæðum fólki er vísað út úr landi, segir Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG. Eins og kunnugt er hefur fjórum flóttamönnum frá Afganistan og Írak verið vísað frá landinu. Sá fimmti er í felum af ótta við að honum verði jafnframt vísað á brott. Stefán Pálsson, áhrifamaður innan Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, gagnrýndi dómsmálaráðherra harðlega vegna máls flóttamannanna á bloggi sínu í gær og segir daga hennar í embætti senn talda. Katrín segir hins vegar að ágætis ánægja ríki með störf dómsmálaráðherra. Á síðasta ríkisstjórnarfundi hafi verið samþykkt tillaga hennar um að stjórnarflokkarnir skipuðu fjögurra manna hóp til þess að fara yfir það hvernig framkvæmd í málefnum flóttamanna væri háttað og hvað þyrfti að bæta. „Fólk hefur fengið leyfi til að vera hér út frá mannúðarsjónarmiðum. Sú breyting sem hefur orðið í tíð þessarar ríkisstjórnar er að forsendur eru metnar út frá tilfelli hvers og eins og það er bara spurning hvaða breytur eru teknar þar inn í. Að mínu mati mætti skoða það hvaðan þetta fólk er að koma og hvaða ábyrgð við berum gagnvart þessum löndum sem þeir eru að koma frá, Írak og Afganistan," segir Katrín. Hún segir að Íslendingar beri ákveðna pólitíska ábyrgð eftir þann hernað sem hefur verið í þessum löndum. Katrín segir að dómsmálaráðherra vinni eftir þeirri stefnu sem ríkisstjórnarflokkarnir marki. Það sé þeirra verkefni að koma stefnunni rétt á framfæri. Þá segir Katrín jafnframt að verið sé að skoða sérstaklega málefni tveggja þeirra flóttamanna sem sendir voru á brott.
Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira