Íslendingar bera pólitíska ábyrgð í málum flóttamannanna Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. október 2009 10:36 Það skiptir máli að stjórnvöld skoði út frá pólitískum forsendum af hvaða ástæðum fólki er vísað út úr landi, segir Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG. Eins og kunnugt er hefur fjórum flóttamönnum frá Afganistan og Írak verið vísað frá landinu. Sá fimmti er í felum af ótta við að honum verði jafnframt vísað á brott. Stefán Pálsson, áhrifamaður innan Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, gagnrýndi dómsmálaráðherra harðlega vegna máls flóttamannanna á bloggi sínu í gær og segir daga hennar í embætti senn talda. Katrín segir hins vegar að ágætis ánægja ríki með störf dómsmálaráðherra. Á síðasta ríkisstjórnarfundi hafi verið samþykkt tillaga hennar um að stjórnarflokkarnir skipuðu fjögurra manna hóp til þess að fara yfir það hvernig framkvæmd í málefnum flóttamanna væri háttað og hvað þyrfti að bæta. „Fólk hefur fengið leyfi til að vera hér út frá mannúðarsjónarmiðum. Sú breyting sem hefur orðið í tíð þessarar ríkisstjórnar er að forsendur eru metnar út frá tilfelli hvers og eins og það er bara spurning hvaða breytur eru teknar þar inn í. Að mínu mati mætti skoða það hvaðan þetta fólk er að koma og hvaða ábyrgð við berum gagnvart þessum löndum sem þeir eru að koma frá, Írak og Afganistan," segir Katrín. Hún segir að Íslendingar beri ákveðna pólitíska ábyrgð eftir þann hernað sem hefur verið í þessum löndum. Katrín segir að dómsmálaráðherra vinni eftir þeirri stefnu sem ríkisstjórnarflokkarnir marki. Það sé þeirra verkefni að koma stefnunni rétt á framfæri. Þá segir Katrín jafnframt að verið sé að skoða sérstaklega málefni tveggja þeirra flóttamanna sem sendir voru á brott. Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira
Það skiptir máli að stjórnvöld skoði út frá pólitískum forsendum af hvaða ástæðum fólki er vísað út úr landi, segir Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG. Eins og kunnugt er hefur fjórum flóttamönnum frá Afganistan og Írak verið vísað frá landinu. Sá fimmti er í felum af ótta við að honum verði jafnframt vísað á brott. Stefán Pálsson, áhrifamaður innan Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, gagnrýndi dómsmálaráðherra harðlega vegna máls flóttamannanna á bloggi sínu í gær og segir daga hennar í embætti senn talda. Katrín segir hins vegar að ágætis ánægja ríki með störf dómsmálaráðherra. Á síðasta ríkisstjórnarfundi hafi verið samþykkt tillaga hennar um að stjórnarflokkarnir skipuðu fjögurra manna hóp til þess að fara yfir það hvernig framkvæmd í málefnum flóttamanna væri háttað og hvað þyrfti að bæta. „Fólk hefur fengið leyfi til að vera hér út frá mannúðarsjónarmiðum. Sú breyting sem hefur orðið í tíð þessarar ríkisstjórnar er að forsendur eru metnar út frá tilfelli hvers og eins og það er bara spurning hvaða breytur eru teknar þar inn í. Að mínu mati mætti skoða það hvaðan þetta fólk er að koma og hvaða ábyrgð við berum gagnvart þessum löndum sem þeir eru að koma frá, Írak og Afganistan," segir Katrín. Hún segir að Íslendingar beri ákveðna pólitíska ábyrgð eftir þann hernað sem hefur verið í þessum löndum. Katrín segir að dómsmálaráðherra vinni eftir þeirri stefnu sem ríkisstjórnarflokkarnir marki. Það sé þeirra verkefni að koma stefnunni rétt á framfæri. Þá segir Katrín jafnframt að verið sé að skoða sérstaklega málefni tveggja þeirra flóttamanna sem sendir voru á brott.
Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira