Innlent

Barn sýktist af völdum skógarmítils

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, deilir þeim áhyggjum með Erling. Hefur hún lagt fram fyrirspurn um málið til heilbrigðisráðherra
Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, deilir þeim áhyggjum með Erling. Hefur hún lagt fram fyrirspurn um málið til heilbrigðisráðherra

Barn á höfuðborgar­svæðinu sýktist nýverið af völdum skógarmítils. Sýkingin greindist í tæka tíð og gengst barnið undir viðeigandi meðferð.

Ef sýking af völdum skógarmítils greinist ekki geta hlotist af alvarleg veikindi. Veiran leggst á taugakerfið og getur skaðað bæði mænu og heila.

Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins á ekkert af þessu við um tilvikið sem greinst hefur hér; talið er víst að barnið nái sér að fullu.

Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir að skógarmítill hafi tekið sér bólfestu á Íslandi með hlýnandi loftslagi. Honum hafi um leið fjölgað mjög annars staðar á Norðurlöndunum. Erling segir að í ljósi aðstæðna hafi aðeins verið tímaspursmál hvenær sýkingartilfelli kæmi upp. Kveðst hann óttast að heilbrigðiskerfið sé almennt ekki búið undir að takast á við þetta nýja vandamál.

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, deilir þeim áhyggjum með Erling. Hefur hún lagt fram fyrirspurn um málið til heilbrigðisráðherra. „Þetta er vandamál sem er að festa rætur og ég tel mikilvægt að heilbrigðisþjónustan geti greint þau tilvik sem koma upp og almenningur sé á varðbergi," segir Siv.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×