Íslenskir lögfræðingar stefna ríkinu vegna Icesave Sigríður Mogensen skrifar 25. október 2009 18:30 Hópur lögfræðinga undirbýr stefnu á hendur íslenska ríkinu vegna þeirra Icesave samninga sem nú liggja fyrir. Hópurinn telur framkvæmdavaldið hafa farið út fyrir það umboð sem stjórnarskráin feli í sér. Í grunninn felst dómsmálið í því að láta reyna á heimildir stjórnvalda til að skuldbinda ríkið samkvæmt stjórnarskrá. Enn er unnið að athugun á málinu og er stefna ekki tilbúin. Dómsmálið lítur öðrum þræði að því að skuldbindingarnar sem ríkið sé að binda þjóðina í séu fordæmislausar. Icesave lánasamningurinn sé ótímabundinn og feli í sér 100 milljónir á dag í vexti, 3 milljarða á mánuði. Heildarupphæðin sé um helmingur af landsframleiðslu Íslands eins og Seðlabankinn meti hana fyrir árið 2009. Hópurinn vill láta á það reyna hvort framkvæmdavaldinu sé heimilt að binda íslenska þjóð í slíkar skuldbindingar eða hvort einhver takmörk séu á þessari heimild. Stjórnarskráin feli vissulega í sér heimild fyrir framkvæmdavaldið til að binda ríkið fjárhagslega í milliríkjasamningum. Eiríkur S. Svavarsson, lögmaður, er í hópi lögfræðinganna. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag að skoðun hópsins sé sú að stjórnvöld hafi í annað sinn farið út fyrir samningsumboð sitt í Icesave málinu þegar þau undirrituðu nýja viðaukasamninga í vikunni sem leið. Framkvæmdavaldið hafi í fyrra sinn farið út fyrir samningsumboð sitt þegar skrifað var undir upprunalegu Icesave samningana 5. júní á þessu ári. Með þeim samningum hafi verið farið út fyrir þann ramma sem settur var með þingsályktunartillögu þann 5. desember 2008, sem gekk út á semja um Icesave út frá svokölluðum Brussel viðmiðum. Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Hópur lögfræðinga undirbýr stefnu á hendur íslenska ríkinu vegna þeirra Icesave samninga sem nú liggja fyrir. Hópurinn telur framkvæmdavaldið hafa farið út fyrir það umboð sem stjórnarskráin feli í sér. Í grunninn felst dómsmálið í því að láta reyna á heimildir stjórnvalda til að skuldbinda ríkið samkvæmt stjórnarskrá. Enn er unnið að athugun á málinu og er stefna ekki tilbúin. Dómsmálið lítur öðrum þræði að því að skuldbindingarnar sem ríkið sé að binda þjóðina í séu fordæmislausar. Icesave lánasamningurinn sé ótímabundinn og feli í sér 100 milljónir á dag í vexti, 3 milljarða á mánuði. Heildarupphæðin sé um helmingur af landsframleiðslu Íslands eins og Seðlabankinn meti hana fyrir árið 2009. Hópurinn vill láta á það reyna hvort framkvæmdavaldinu sé heimilt að binda íslenska þjóð í slíkar skuldbindingar eða hvort einhver takmörk séu á þessari heimild. Stjórnarskráin feli vissulega í sér heimild fyrir framkvæmdavaldið til að binda ríkið fjárhagslega í milliríkjasamningum. Eiríkur S. Svavarsson, lögmaður, er í hópi lögfræðinganna. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag að skoðun hópsins sé sú að stjórnvöld hafi í annað sinn farið út fyrir samningsumboð sitt í Icesave málinu þegar þau undirrituðu nýja viðaukasamninga í vikunni sem leið. Framkvæmdavaldið hafi í fyrra sinn farið út fyrir samningsumboð sitt þegar skrifað var undir upprunalegu Icesave samningana 5. júní á þessu ári. Með þeim samningum hafi verið farið út fyrir þann ramma sem settur var með þingsályktunartillögu þann 5. desember 2008, sem gekk út á semja um Icesave út frá svokölluðum Brussel viðmiðum.
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira