Erlent

Pálmatré uxu á Norðurskautslandinu

Óli Tynes skrifar

Pálmatré uxu á Norðurskautinu fyrir fimmtíu milljónum ára samkvæmt rannsókn sem kynnt hefur verið í vísindaritinu Nature Geoscience.

Rannsakendurnir segja að þetta bendi til þess að þau veðurfarslíkön sem notuð séu í dag séu stórlega gölluð.

Appy Sluijs sem stýrði rannsókninni fyrir háskólann í Utrect í Hollandi segir að gróðurfar á Norðurskautinu hafi á þessum tíma verið svipað og er í Flórída í dag.

Vísindamennirnir fundu leifarnar af pálmatrjánum í jarðvegssýnum sem tekin voru á hafsbotni um 500 kílómetra frá Norðurpólnum.

Þeir segja að aldursgreining hafi sýnt að þau hafi vaxið þar fyrir 53,5 milljónum ára. Það þýði að meðalhiti köldustu mánaðanna hafi þá ekki verið undir átta gráðum.

Þetta stangast á við veðurfarslíkön sem notuð eru í dag. Samkvæmt þeim á meðalhitinn að hafa verið undir frostmarki á þessu tímabili.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×