Viðskipti innlent

Lokun McDonalds á Íslandi vekur heimsathygli

Davíð Oddsson fær sér fyrsta hamborgarann þegar McDonalds var opnaður hér á landi árið 1993.
Davíð Oddsson fær sér fyrsta hamborgarann þegar McDonalds var opnaður hér á landi árið 1993. MYND/GVA

Jón Garðar Ögmundsson eigandi Lystar sem rekur McDonalds á Íslandi segir ólíklegt að fyrirtækið muni opna hamborgarastaði undir vörumerkinu aftur hér á landi. Líkt og greint hefur verið frá í fréttum í dag hefur fyrirtækið ákveðið að loka þremur stöðum sínum en opna nýja undir nafninu Metro. AFP fréttastofan fjallar um málið í dag og ræðir við Jón Garðar.

Þar segir Jón Garðar að ákvörðunin um að loka stöðunum hafi ekki verið auðveld en það hafi fyrst og fremst verið gert vegna efnahagsástandsins.

Hann segir að aldrei hafi verið meira að gera en á móti komi að reksturinn hafi aldrei verið jafn erfiður.

Hann segir síðan að ólíklegt sé að fyrirtækið muni opna McDonalds á Íslandi þegar efnahagsástandið batnar.

Í lok greinarinnar er síðan sagt frá því að Davíð Oddsson fyrrverandi forsætisráðherra hafi fengið sér fyrsta hamborgarann þegar staðurinn var opnaður hér á landi árið 1993.











Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×