Innlent

Íslendingar sáu í gegnum loftsteinsgabb í Lettlandi

Óli Tynes skrifar

Vísindamenn segja að loftsteinslending í Lettlandi sem skýrt var frá í gær hafi verið gabb. Rússneska fréttastofan Itar Tass birti mynd af stórum gíg sem sagður var vera eftir loftsteininn.

Jafnframt var birt myndband á rússneskum vefsíðum af miklum blossa sem sagt var að orðið hefði þegar steinninn skall til jarðar.

Þess má geta að íslenskir stjörnuáhugamenn voru fljótir að sjá í gegnum gabbið. Á vefsíðunni stjornuskodun.is í gær sagði Sævar Helgi Bragason;

-Þegar ég skoða myndirnar af þessu, er ég fullur efasemda um að þarna hafi verið um loftstein að ræða. Í fyrsta lagi sjást engar efnisskvettur frá gígnum, eins og sjá má á þessari mynd.

Efnið sem var í gígnum hefði átt að þeytast burt frá honum, líkt og við sjáum í ferskum nýmynduðum gígum á tunglinu eða Mars til dæmis. Þess í stað hefur það bara hlaðist upp á brúnina.

Að eitthvað hafi brunnið á botni gígsins er mjög sérkennilegt. Það er nefnilega algengur misskilningur að loftsteinar séu heitir, hvað þá logandi, þegar þeir falla til jarðar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×