Viðskipti innlent

AGS: Skilyrði að skapast fyrir varkárum vaxtalækkunum

Það er mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) að skilyrði séu nú að skapast fyrir varkárum vaxtalækkunum á Íslandi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Murilo Portugal aðstoðarforstjóra AGS sem gefin var út í trengslum við endurskoðun sjóðsins á áætlun hans og íslenskra stjórnvalda sem samþykkt var í gærdag.

Þá segir Portugal í yfirlýsingunni að botni kreppunnar ætti að verða náð á miðju næsta ári og að viðsnúningur í efnahagslífinu myndi hefjast um það leyti.

„Ísland hefur komið úr kreppunni með háar erlendar og opinberar skuldir, hærri en menn gerðu sér grein fyrir í upphafi áætlunarinnar," segir Portugal en hann bætir því við að hraðari aðlögun, lengri tími í að aflétta gjaldeyrishöftunum og meiri einbeiting í að endurskipuleggja skuldir einkageirans ættu að duga til þess að skuldirnar yrðu viðráðanlegar og lækki hratt.

Portugal segir að endurskipulagning fjármálakerfisins hafi reynst flókin í framkvæmd en áfangar hafi náðst með endurreisn Nýja Kaupþings og Íslandsbanka. Nú sé mikilvægt að ljúka einnig við Landsbanka málið og endurfjármagna þann banka.

„Koma verður fram við kröfuhafa af heiðarleika og sanngirni og samkvæmt lögum en það er einnig mikilvægt að stjórnvöld taki ekki á sig frekara tap frá einkageiranum," segir Portugal.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×