Innlent

Lögreglumenn á Austurlandi vilja rafbyssur

Breskur lögreglumaður með rafbyssu.
Breskur lögreglumaður með rafbyssu. Mynd/AFP
Aðalfundur Lögreglufélags Austurlands fagnar því að embætti Ríkislögreglustjóra leggi til að sérsveit embættisins taki rafbyssur, oft kallað taser valdbeitingartækið, í notkun. Fundurinn vill að almennir lögreglumenn fái einnig rafbyssur.

„Fundurinn hvetur einnig til að misvel tækjum búnir lögreglumenn á landsbyggðinni, sem löngum stundum starfa einir, fjarri allri aðstoð og leysa oft á tímum samskonar mál og sérsveit RLS verði einnig búnir þessum tækjum," segir í ályktun aðalfundar Lögreglufélags Austurlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×