Erlent

Ók á bíla og elti fólk með hníf á lofti

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Það þykir ganga næst kraftaverki að ekki slösuðust fleiri en einn þegar óður maður á fertugsaldri gekk berserksgang á fjölfarinni götu í Árósum í gær, vopnaður jeppabifreið og eggvopni. Atburðarásin hófst með því að maðurinn ók bíl sínum á fjölda annarra bíla og elti á tímabili konu með barnavagn eftir gangstéttinni. Hann stöðvaði svo bílinn og steig út en þegar vegfarendur gerðu hróp að honum dró hann upp hníf og hljóp á eftir fólki, óður af bræði. Hann náði að stinga einn mann í bakið en sá er ekki alvarlega sár. Ofbeldismaðurinn var undir hassáhrifum.













Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×