Erlent

Jörðin er að kólna

Óli Tynes skrifar

Mælingar sýna að jörðin er að kólna. Það hefur valdið því að hitnað hefur í kolunum í umræðunni um hnatthlýnun.

Vísindamenn sem trúa því ekki að jörðin sé að hlýna af mannavöldum benda á þessar tölur máli sínu til stuðnings.

Þeir sem trúa því að mannskepnunni sé um að kenna segja að þetta sé aðeins bóla af völdum breytinga á hafstraumum.

Loftslagsfræðingurinn Mojib Latif í Þýskalandi spáir því að jörðin fari kólnandi í kannski áratug eða svo en eftir það byrji hún að hitna á nýjan leik.

Raunveruleikinn er dálítið flóknari en þetta. Þótt komi einhver köld ár þýðir það ekki endilega að til langs tíma litið hitni jörðin.

Hitt er alveg ljóst að loftslagslíkönin sem þeir vísindamenn sem trúa á sekt mannsins hafa vísað til spáðu ekki fyrir um þessa kólnun.

Þetta viðurkenna bæði trúaðir og vantrúaðir. Mojib Latif viðurkennir að mjög þurfi að bæta líkönin.

Það vakna því spurning hjá efasemdarmönnum um hversu mikið mark er takandi á þessum þeim og þá auðvitað jafnframt hvað er að marka spádómana um óhóflega hlýnun jarðar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×