Sjaldan veldur einn þá tveir deila 1. nóvember 2009 20:00 Vegna fréttar sem birtist á Vísi í gærkvöldi um slagsmál í Keiluhöllinni vill fyrirtækið taka nokkur atriði fram, þar sem ekki hafi verið greint rétt frá í fréttinni. Málið snýst um átök sem brutust út seint á föstudagskvöldið milli tveggja hópa sem voru á brautum hlið við hlið. Í athugasemd frá Rúnari Fjelsted hjá Keiluhöllinni segir að upphaf umræddra ryskinga megi rekja til þess að stúlka og vinir hennar hafi gert stöðugar athugasemdir við framkomu þeirra einstaklinga sem spiluðu á næstu braut, sem leiddi til þess að deilur upphófust milli hópanna. Faðir stúlkunnar sagði á Vísi í gærkvöldi að dóttir sín hefði orðið fyrir árás, svo sá á henni og félögum hennar, og gagnrýndi starfsfólk Keiluhallarinnar fyrir afskiptaleysi. Þetta segir Rúnar ekki rétt þar sem strax í upphafi hafi dyravörður komið á vettvang til að stilla til friðar. Meðal annars hafi stúlkunni og vinum hennar verið boðið að færa sig á aðra braut, en því hafi verið hafnað. Hann tekur fram að dyraverðir hjá Keiluhöllinn séu viðurkenndir af lögreglunni og komi frá fyrirtækinu Gæsla.is „Þegar ryskingar hófust, sem greinilega orsökuðust af orðadeilum milli aðila, komu þrír aðrir starfsmenn á vettfang sem gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að stilla til friðar. Þá þegar var hringt á lögreglu, sem komin var á staðinn innan 10 mínútna. Það er ekki rétt sem faðir stúlkunnar (sem var ekki á staðnum) heldur fram. Að aðilar á næstu braut hafi verið, að grýta keilukúlum og hlaupa yfir brautir annarra. Þetta má sjá á myndbandi sem til er hjá Keiluhöllinni að svo sé ekki rétt," segir Rúnar í athugasemd sinni. Ennfremur segir hann að starfsfólki og forráðamönnum Keiluhallarinnar þyki afar leitt að til þessara átaka hafi komið. Á engan hátt sé hægt að afsaka þá framkomu sem átti sér stað, en sjaldan valdi einn þá tveir deila. „Það er afar fátítt að slíkir atburðir gerist hjá Keiluhöllinni. Miklu fremur ríkir þar gleði og ánægja hjá þeim rúmlega 200 þúsund manns sem heimsækja Keiluhöllina árlega." Fyrrnefnda frétt frá því í gærkvöldi er hægt að sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Lögreglan hafði afskipti af slagsmálum í Keiluhöllinni Lögreglan var kölluð að Keiluhöllinni í Öskjuhlíð um klukkan hálf eitt í nótt vegna slagsmála innan dyra. Að sögn varðstjóra var lítið bókað um atvikið en faðir stúlku sem varð fyrir árás segist undrandi á viðbrögðum starfsfólks Keiluhallarinnar. Dóttir hans hlaut áverka eftir að hópur fólks réðst að henni og félögum hennar. 31. október 2009 21:00 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Vegna fréttar sem birtist á Vísi í gærkvöldi um slagsmál í Keiluhöllinni vill fyrirtækið taka nokkur atriði fram, þar sem ekki hafi verið greint rétt frá í fréttinni. Málið snýst um átök sem brutust út seint á föstudagskvöldið milli tveggja hópa sem voru á brautum hlið við hlið. Í athugasemd frá Rúnari Fjelsted hjá Keiluhöllinni segir að upphaf umræddra ryskinga megi rekja til þess að stúlka og vinir hennar hafi gert stöðugar athugasemdir við framkomu þeirra einstaklinga sem spiluðu á næstu braut, sem leiddi til þess að deilur upphófust milli hópanna. Faðir stúlkunnar sagði á Vísi í gærkvöldi að dóttir sín hefði orðið fyrir árás, svo sá á henni og félögum hennar, og gagnrýndi starfsfólk Keiluhallarinnar fyrir afskiptaleysi. Þetta segir Rúnar ekki rétt þar sem strax í upphafi hafi dyravörður komið á vettvang til að stilla til friðar. Meðal annars hafi stúlkunni og vinum hennar verið boðið að færa sig á aðra braut, en því hafi verið hafnað. Hann tekur fram að dyraverðir hjá Keiluhöllinn séu viðurkenndir af lögreglunni og komi frá fyrirtækinu Gæsla.is „Þegar ryskingar hófust, sem greinilega orsökuðust af orðadeilum milli aðila, komu þrír aðrir starfsmenn á vettfang sem gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að stilla til friðar. Þá þegar var hringt á lögreglu, sem komin var á staðinn innan 10 mínútna. Það er ekki rétt sem faðir stúlkunnar (sem var ekki á staðnum) heldur fram. Að aðilar á næstu braut hafi verið, að grýta keilukúlum og hlaupa yfir brautir annarra. Þetta má sjá á myndbandi sem til er hjá Keiluhöllinni að svo sé ekki rétt," segir Rúnar í athugasemd sinni. Ennfremur segir hann að starfsfólki og forráðamönnum Keiluhallarinnar þyki afar leitt að til þessara átaka hafi komið. Á engan hátt sé hægt að afsaka þá framkomu sem átti sér stað, en sjaldan valdi einn þá tveir deila. „Það er afar fátítt að slíkir atburðir gerist hjá Keiluhöllinni. Miklu fremur ríkir þar gleði og ánægja hjá þeim rúmlega 200 þúsund manns sem heimsækja Keiluhöllina árlega." Fyrrnefnda frétt frá því í gærkvöldi er hægt að sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Lögreglan hafði afskipti af slagsmálum í Keiluhöllinni Lögreglan var kölluð að Keiluhöllinni í Öskjuhlíð um klukkan hálf eitt í nótt vegna slagsmála innan dyra. Að sögn varðstjóra var lítið bókað um atvikið en faðir stúlku sem varð fyrir árás segist undrandi á viðbrögðum starfsfólks Keiluhallarinnar. Dóttir hans hlaut áverka eftir að hópur fólks réðst að henni og félögum hennar. 31. október 2009 21:00 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Lögreglan hafði afskipti af slagsmálum í Keiluhöllinni Lögreglan var kölluð að Keiluhöllinni í Öskjuhlíð um klukkan hálf eitt í nótt vegna slagsmála innan dyra. Að sögn varðstjóra var lítið bókað um atvikið en faðir stúlku sem varð fyrir árás segist undrandi á viðbrögðum starfsfólks Keiluhallarinnar. Dóttir hans hlaut áverka eftir að hópur fólks réðst að henni og félögum hennar. 31. október 2009 21:00