Sjaldan veldur einn þá tveir deila 1. nóvember 2009 20:00 Vegna fréttar sem birtist á Vísi í gærkvöldi um slagsmál í Keiluhöllinni vill fyrirtækið taka nokkur atriði fram, þar sem ekki hafi verið greint rétt frá í fréttinni. Málið snýst um átök sem brutust út seint á föstudagskvöldið milli tveggja hópa sem voru á brautum hlið við hlið. Í athugasemd frá Rúnari Fjelsted hjá Keiluhöllinni segir að upphaf umræddra ryskinga megi rekja til þess að stúlka og vinir hennar hafi gert stöðugar athugasemdir við framkomu þeirra einstaklinga sem spiluðu á næstu braut, sem leiddi til þess að deilur upphófust milli hópanna. Faðir stúlkunnar sagði á Vísi í gærkvöldi að dóttir sín hefði orðið fyrir árás, svo sá á henni og félögum hennar, og gagnrýndi starfsfólk Keiluhallarinnar fyrir afskiptaleysi. Þetta segir Rúnar ekki rétt þar sem strax í upphafi hafi dyravörður komið á vettvang til að stilla til friðar. Meðal annars hafi stúlkunni og vinum hennar verið boðið að færa sig á aðra braut, en því hafi verið hafnað. Hann tekur fram að dyraverðir hjá Keiluhöllinn séu viðurkenndir af lögreglunni og komi frá fyrirtækinu Gæsla.is „Þegar ryskingar hófust, sem greinilega orsökuðust af orðadeilum milli aðila, komu þrír aðrir starfsmenn á vettfang sem gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að stilla til friðar. Þá þegar var hringt á lögreglu, sem komin var á staðinn innan 10 mínútna. Það er ekki rétt sem faðir stúlkunnar (sem var ekki á staðnum) heldur fram. Að aðilar á næstu braut hafi verið, að grýta keilukúlum og hlaupa yfir brautir annarra. Þetta má sjá á myndbandi sem til er hjá Keiluhöllinni að svo sé ekki rétt," segir Rúnar í athugasemd sinni. Ennfremur segir hann að starfsfólki og forráðamönnum Keiluhallarinnar þyki afar leitt að til þessara átaka hafi komið. Á engan hátt sé hægt að afsaka þá framkomu sem átti sér stað, en sjaldan valdi einn þá tveir deila. „Það er afar fátítt að slíkir atburðir gerist hjá Keiluhöllinni. Miklu fremur ríkir þar gleði og ánægja hjá þeim rúmlega 200 þúsund manns sem heimsækja Keiluhöllina árlega." Fyrrnefnda frétt frá því í gærkvöldi er hægt að sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Lögreglan hafði afskipti af slagsmálum í Keiluhöllinni Lögreglan var kölluð að Keiluhöllinni í Öskjuhlíð um klukkan hálf eitt í nótt vegna slagsmála innan dyra. Að sögn varðstjóra var lítið bókað um atvikið en faðir stúlku sem varð fyrir árás segist undrandi á viðbrögðum starfsfólks Keiluhallarinnar. Dóttir hans hlaut áverka eftir að hópur fólks réðst að henni og félögum hennar. 31. október 2009 21:00 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Sjá meira
Vegna fréttar sem birtist á Vísi í gærkvöldi um slagsmál í Keiluhöllinni vill fyrirtækið taka nokkur atriði fram, þar sem ekki hafi verið greint rétt frá í fréttinni. Málið snýst um átök sem brutust út seint á föstudagskvöldið milli tveggja hópa sem voru á brautum hlið við hlið. Í athugasemd frá Rúnari Fjelsted hjá Keiluhöllinni segir að upphaf umræddra ryskinga megi rekja til þess að stúlka og vinir hennar hafi gert stöðugar athugasemdir við framkomu þeirra einstaklinga sem spiluðu á næstu braut, sem leiddi til þess að deilur upphófust milli hópanna. Faðir stúlkunnar sagði á Vísi í gærkvöldi að dóttir sín hefði orðið fyrir árás, svo sá á henni og félögum hennar, og gagnrýndi starfsfólk Keiluhallarinnar fyrir afskiptaleysi. Þetta segir Rúnar ekki rétt þar sem strax í upphafi hafi dyravörður komið á vettvang til að stilla til friðar. Meðal annars hafi stúlkunni og vinum hennar verið boðið að færa sig á aðra braut, en því hafi verið hafnað. Hann tekur fram að dyraverðir hjá Keiluhöllinn séu viðurkenndir af lögreglunni og komi frá fyrirtækinu Gæsla.is „Þegar ryskingar hófust, sem greinilega orsökuðust af orðadeilum milli aðila, komu þrír aðrir starfsmenn á vettfang sem gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að stilla til friðar. Þá þegar var hringt á lögreglu, sem komin var á staðinn innan 10 mínútna. Það er ekki rétt sem faðir stúlkunnar (sem var ekki á staðnum) heldur fram. Að aðilar á næstu braut hafi verið, að grýta keilukúlum og hlaupa yfir brautir annarra. Þetta má sjá á myndbandi sem til er hjá Keiluhöllinni að svo sé ekki rétt," segir Rúnar í athugasemd sinni. Ennfremur segir hann að starfsfólki og forráðamönnum Keiluhallarinnar þyki afar leitt að til þessara átaka hafi komið. Á engan hátt sé hægt að afsaka þá framkomu sem átti sér stað, en sjaldan valdi einn þá tveir deila. „Það er afar fátítt að slíkir atburðir gerist hjá Keiluhöllinni. Miklu fremur ríkir þar gleði og ánægja hjá þeim rúmlega 200 þúsund manns sem heimsækja Keiluhöllina árlega." Fyrrnefnda frétt frá því í gærkvöldi er hægt að sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Lögreglan hafði afskipti af slagsmálum í Keiluhöllinni Lögreglan var kölluð að Keiluhöllinni í Öskjuhlíð um klukkan hálf eitt í nótt vegna slagsmála innan dyra. Að sögn varðstjóra var lítið bókað um atvikið en faðir stúlku sem varð fyrir árás segist undrandi á viðbrögðum starfsfólks Keiluhallarinnar. Dóttir hans hlaut áverka eftir að hópur fólks réðst að henni og félögum hennar. 31. október 2009 21:00 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Sjá meira
Lögreglan hafði afskipti af slagsmálum í Keiluhöllinni Lögreglan var kölluð að Keiluhöllinni í Öskjuhlíð um klukkan hálf eitt í nótt vegna slagsmála innan dyra. Að sögn varðstjóra var lítið bókað um atvikið en faðir stúlku sem varð fyrir árás segist undrandi á viðbrögðum starfsfólks Keiluhallarinnar. Dóttir hans hlaut áverka eftir að hópur fólks réðst að henni og félögum hennar. 31. október 2009 21:00