Hvers vegna verndar íslenska ríkið ekki borgara sína? 1. nóvember 2009 17:03 Hannes Hólmsteinn á blaðamannafundi tengdum málinu. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði ræðir um flókinn málarekstur Jóns Ólafssonar í Bretlandi, en Hannes segist hafa verið eitt fórnarlambið í því máli. Tilefni skrifanna er úttekt Sunday Times í morgun sem birtir fréttaskýringu um málið. Hannes rekur málið sem snýst í grunninn um ummæli Hannesar í garð Jóns. Hann spyr síðan að lokum hversvegna kostnaður við meiðyrðarmál í Bretlandi sé óbærilegur fyrir aðra en auðmenn og hversvegna íslenska ríkið verndi ekki borgara sína gegn því einkennilega réttarfari sem ríki í landinu. Þetta kemur fram í nýjustu færslu Hannesar á pressunni. En færsluna í heild sinni má sjá hér að neðan en hún er skrifuð undir fyrirsögninni, Um hvað snýst málið?: „Breska stórblaðið Sunday Times birti í dag fréttaskýringu um hinn flókna málarekstur Jóns Ólafssonar í Bretlandi, þar sem ég var eitt fórnarlambið, og einnig ræddi Andrew Marr um þennan málarekstur í morgunþætti sínum á BBC. Fyrir skömmu vann Jón skaðabótamál gegn breska ríkinu í undirrétti (sem heitir samt High Court) í Lundúnum. Forsaga þess dóms er löng. Jón hafði höfðað mál gegn mér í Lundúnum haustið 2004 fyrir það, sem hann taldi meiðyrði (á ensku) á heimasíðu minni á vefsvæði Háskóla Íslands. Hafði hann unnið það mál (fengið útivistardóm sem kallað er), enda hafði ég að ráði dómsmálaráðuneytisins íslenska og lögfræðings Háskóla Íslands ekki tekið til varna ytra. Þar eð breski ræðismaðurinn í Reykjavík hafði ekki stefnt mér eftir íslenskum lögum, eins og honum var skylt, hafði breskur dómari hins vegar að minni kröfu ógilt meiðyrðadóminn yfir mér í Lundúnum í árslok 2006. Um leið veitti sá dómari Jóni sérstaka undanþágu til að þurfa ekki að stefna mér aftur, en halda málinu gegn mér samt áfram. Þessari undanþágu mótmælti ég og skaut því til yfirréttar í Bretlandi (Court of Appeal), sem staðfesti hins vegar, að dómarinn hefði mátt veita þessa undanþágu frá íslenskum lögum um stefnubirtingu. Þessu skaut ég þá til lávarðadeildarinnar, sem synjaði um endurskoðun á dómnum um undanþáguna. En í skaðabótamáli Jóns gegn breska ríkinu komst breski dómarinn að þeirri niðurstöðu, að hugsanlegur nýr meiðyrðadómur yfir mér úti í Bretlandi yrði aldrei aðfararhæfur á Íslandi, þar sem íslenskur dómari myndi áreiðanlega ekki samþykkja, að breskur dómari gæti veitt undanþágu frá íslenskum lögum. Dæmdi dómarinn Jóni því sömu upphæð og hann hafði fengið í fyrri meiðyrðadómnum, sem ógiltur hafði verið, auk málskostnaðar, sem hleypur á tugum milljóna króna. (Breski dómarinn tók enga efnislega afstöðu í gamla meiðyrðamálinu, heldur var aðeins að bæta Jóni skaðann, sem hann hefði haft af því, að breska ríkið hefði af handvömm lokað fyrir honum leið til að reka mál gegn mér í Bretlandi, þar eð vonlaust yrði að ljúka því á Íslandi.) Þess má geta, að kostnaður minn af þessu máli hleypur á 20-25 milljónum króna, en Jóns eflaust á talsvert hærri upphæðum. Í mínum huga snýst þetta mál hins vegar ekki um gamlar illdeilur okkar Jóns, sem við höfum sennilega hvorugur haft sóma af, heldur meginreglur: Hvers vegna tekur breskur dómstóll sér lögsögu yfir því, sem sagt er á allt öðrum stað, af því að það er sagt á heimsmálinu ensku? (Raunar er óskiljanleg villa í dómi yfirréttar yfir mér, þar sem segir, að heimasíða mín hafi verið hýst í Bretlandi.) Hvers vegna telur breskur dómari sig geta veitt undanþágu frá íslenskum lögum? Hvers vegna er kostnaður við meiðyrðamál óbærilegur í Bretlandi fyrir aðra en auðmenn, svo að þeir reyna að velja þennan vettvang öðrum fremur? Hvers vegna eru dómar í meiðyrðamálum í Bretlandi miklu strangari en annars staðar? Hvers vegna verndar íslenska ríkið ekki borgara sína gegn þessu einkennilega réttarfari eins og Bandaríkjamenn gera, en þar hafa í mörgum ríkjum verið samþykkt lög til að tryggja, að dómar í breskum meiðyrðamálum séu ekki aðfararhæfir?" Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði ræðir um flókinn málarekstur Jóns Ólafssonar í Bretlandi, en Hannes segist hafa verið eitt fórnarlambið í því máli. Tilefni skrifanna er úttekt Sunday Times í morgun sem birtir fréttaskýringu um málið. Hannes rekur málið sem snýst í grunninn um ummæli Hannesar í garð Jóns. Hann spyr síðan að lokum hversvegna kostnaður við meiðyrðarmál í Bretlandi sé óbærilegur fyrir aðra en auðmenn og hversvegna íslenska ríkið verndi ekki borgara sína gegn því einkennilega réttarfari sem ríki í landinu. Þetta kemur fram í nýjustu færslu Hannesar á pressunni. En færsluna í heild sinni má sjá hér að neðan en hún er skrifuð undir fyrirsögninni, Um hvað snýst málið?: „Breska stórblaðið Sunday Times birti í dag fréttaskýringu um hinn flókna málarekstur Jóns Ólafssonar í Bretlandi, þar sem ég var eitt fórnarlambið, og einnig ræddi Andrew Marr um þennan málarekstur í morgunþætti sínum á BBC. Fyrir skömmu vann Jón skaðabótamál gegn breska ríkinu í undirrétti (sem heitir samt High Court) í Lundúnum. Forsaga þess dóms er löng. Jón hafði höfðað mál gegn mér í Lundúnum haustið 2004 fyrir það, sem hann taldi meiðyrði (á ensku) á heimasíðu minni á vefsvæði Háskóla Íslands. Hafði hann unnið það mál (fengið útivistardóm sem kallað er), enda hafði ég að ráði dómsmálaráðuneytisins íslenska og lögfræðings Háskóla Íslands ekki tekið til varna ytra. Þar eð breski ræðismaðurinn í Reykjavík hafði ekki stefnt mér eftir íslenskum lögum, eins og honum var skylt, hafði breskur dómari hins vegar að minni kröfu ógilt meiðyrðadóminn yfir mér í Lundúnum í árslok 2006. Um leið veitti sá dómari Jóni sérstaka undanþágu til að þurfa ekki að stefna mér aftur, en halda málinu gegn mér samt áfram. Þessari undanþágu mótmælti ég og skaut því til yfirréttar í Bretlandi (Court of Appeal), sem staðfesti hins vegar, að dómarinn hefði mátt veita þessa undanþágu frá íslenskum lögum um stefnubirtingu. Þessu skaut ég þá til lávarðadeildarinnar, sem synjaði um endurskoðun á dómnum um undanþáguna. En í skaðabótamáli Jóns gegn breska ríkinu komst breski dómarinn að þeirri niðurstöðu, að hugsanlegur nýr meiðyrðadómur yfir mér úti í Bretlandi yrði aldrei aðfararhæfur á Íslandi, þar sem íslenskur dómari myndi áreiðanlega ekki samþykkja, að breskur dómari gæti veitt undanþágu frá íslenskum lögum. Dæmdi dómarinn Jóni því sömu upphæð og hann hafði fengið í fyrri meiðyrðadómnum, sem ógiltur hafði verið, auk málskostnaðar, sem hleypur á tugum milljóna króna. (Breski dómarinn tók enga efnislega afstöðu í gamla meiðyrðamálinu, heldur var aðeins að bæta Jóni skaðann, sem hann hefði haft af því, að breska ríkið hefði af handvömm lokað fyrir honum leið til að reka mál gegn mér í Bretlandi, þar eð vonlaust yrði að ljúka því á Íslandi.) Þess má geta, að kostnaður minn af þessu máli hleypur á 20-25 milljónum króna, en Jóns eflaust á talsvert hærri upphæðum. Í mínum huga snýst þetta mál hins vegar ekki um gamlar illdeilur okkar Jóns, sem við höfum sennilega hvorugur haft sóma af, heldur meginreglur: Hvers vegna tekur breskur dómstóll sér lögsögu yfir því, sem sagt er á allt öðrum stað, af því að það er sagt á heimsmálinu ensku? (Raunar er óskiljanleg villa í dómi yfirréttar yfir mér, þar sem segir, að heimasíða mín hafi verið hýst í Bretlandi.) Hvers vegna telur breskur dómari sig geta veitt undanþágu frá íslenskum lögum? Hvers vegna er kostnaður við meiðyrðamál óbærilegur í Bretlandi fyrir aðra en auðmenn, svo að þeir reyna að velja þennan vettvang öðrum fremur? Hvers vegna eru dómar í meiðyrðamálum í Bretlandi miklu strangari en annars staðar? Hvers vegna verndar íslenska ríkið ekki borgara sína gegn þessu einkennilega réttarfari eins og Bandaríkjamenn gera, en þar hafa í mörgum ríkjum verið samþykkt lög til að tryggja, að dómar í breskum meiðyrðamálum séu ekki aðfararhæfir?"
Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira