Innlent

Vilja að Reykjavík verði Græna borg Evrópu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Græna borgin var rædd á fundi borgarstjórnar í dag. Mynd/ Vilhelm.
Græna borgin var rædd á fundi borgarstjórnar í dag. Mynd/ Vilhelm.
Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um að Reykjavíkurborg sæki um tilnefningu sem Græna borgin í Evrópu árið 2012 eða 2013. Evrópusambandið útnefnir árlega Grænu borgina í Evrópu til þess að vekja athygli á mikilvægi umhverfismála í borgum.

Viðurkenningin er ætluð sem hvatning til borga um að skapa gott og heilnæmt umhverfi fyrir íbúa sína. Fegurð borgarstæðis Reykjavíkur, notkun á endurnýjanlegri orku og nýsköpun í orkumálum fengi jafnframt aukna alþjóðlega athygli. Umsókn Reykjavíkur um tilnefninguna er ein af tillögum í Sóknaráætlun fyrir Reykjavíkurborg.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, telur að Reykjavíkurborg geti haft alla burði til að hljóta útnefninguna. „Ötullega hefur verið unnið að umhverfismálum í borginni undanfarin ár og á nýafstöðnu Hugmyndaþingi mátti glögglega sjá mikinn áhuga íbúa á þessum málaflokki," segir Hanna Birna í fréttatilkynningu frá borginni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×