Innlent

Biskup ósáttur með minni framlög til þróunaraðstoðar

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sagði í ávarpi sínu á Kirkjuþingi í dag að illt væri til þess að vita að Íslendingar hlypu frá skuldbindingum sínum með því að draga úr framlögum til þróunaraðstoðar. Þau hafa verið skorin niður um fjórðung.

Eitt þeirra mála sem Kirkjuþing fjallar um að þessu sinni er tillaga að starfsreglum um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar. Samkvæmt reglunum mun biskup útnefna sérstakan talsmann handa þeim sem telja sig þolendur kynferðisbrota innan kirkjunnar. Hlutverk talsmanns verður að vera þolendum til ráðgjafar og stuðnings. Einnig er ákvæði í reglunum að meintur gerandi og fjölskylda hans eigi einnig rétt á sálgæslu og kirkjuleg yfirvöld skuli sjá til þess að hún verði veitt.

Karl Sigurbjörnsson biskup sagði í ávarpi sínu við setningu Kirkjuþings að Íslendingar mættu draga úr framlögum til þróunaraðstoðar þrátt fyrir þrengingar í þjóðarbúskapnum.

„Það er augljóst að framlög til þróunarhjálpar verða skorin niður. Mér finnst það vera áhyggjuefni. Við höfum undanfarið reynt að reka af okkur slyðruorðið hvað varðar þátttöku í þróunarhjálp. Okkur er mikilvægt að muna að þróunaraðstoð er samstarfsverkefni ekki ölmusa sem hinn ríki hendir í þann fátæka heldur samstarf," segir Karl.

Karl sagði í ávarpi sínu að illt væri til þess að vita að þegar þrengdi hlypu Íslendingar frá skuldbindingum sínum og vörpuðu frá sér ábyrgð. Það væri ekki gæfumerki. Karl sagði að þrátt fyrir áföll væri íslenska þjóðin enn vellauðug. Hún væri ekki á vonarvöl á meðan Afríkuþjóðir byggju við langvarandi fátækt. Við getum hjálpað þeim, sagði biskupinn og vitnaði þar til þekkts dægurlagatexta.


Tengdar fréttir

Kirkjuþing hafið

Kirkjuþing hófst með helgistund klukkan níu í morgun í Grensáskirkju. Pétur Hafstein, forseti kirkjuþings, og Ragna Árnadóttir, dómsmála - og mannréttindaráðherra, flytja ávörp við þingsetninguna.

Kreppan er prófsteinn

„Þær efnahagsþrengingar sem þjóðin gengur gegnum eru prófsteinn, prófraun á samfélag okkar, stofnanir, fullveldi þjóðar, samkennd, já og hjartalag. Á þrengingatímum kemur hjartalagið í ljós,“ sagði Karl Sigurbjörnsson, biskup, í ávarpi sínu við setningu Kirkjuþings í morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×