Tálbeitan tældi 8. nóvember 2009 19:16 Úr myndasafni. Mynd/AFP Gríðarleg eftirspurn er eftir vændi hér á landi. Um hundrað manns svöruðu einkamálaauglýsingu sem fréttastofa setti á einkamál.is á tæpum sólarhring og vildu kaupa vændi af nítján ára gamalli stúlku. Tveir menn mæltu sér mót við tálbeitu fréttastofu. Það á að loka þeim síðum sem hýsa auglýsingar um vændi, segir stjórnarkona í Stígamótum. Á Íslandi er ekki ólöglegt að stunda vændi. Það er hinsvegar ólöglegt að hagnast á því, kaupa það og auglýsa. Fréttastofa útbjó prófíl á einkamálum.is fyrir tæpum sólarhring. Notast var við nafnið draumadis19 með vísan í aldur stúlkunnar. Hún sagðist bjóða upp á erótískt heilnudd gegn gjaldi. Hægt væri þó að semja um verð og ýmislegt fleira. Viðbrögðin létu ekki á sér standa, fyrirspurnir og tilboð um kaup á þjónustu hennar með svokölluðum - happy ending - bókstaflega flæddu inn. Óskir mannanna um kynlífsleiki og athafnir voru svo grófar að ekki er unnt að birta þær. Klukkan fjögur í dag höfðu 95 karlmenn og tvær konur sett sig í samband við Draumadís og óskað eftir að kaupa blíðu hennar. Rúmlega 1200 manns höfðu skoðað auglýsinguna. Fréttastofa mælti sér mót við fimm menn í dag. Tveir karlmenn mættu á staðinn, einn á fimmtugsaldri og einn á áttræðisaldri. Fyrir það hafði verið prúttað um verð fyrir kynmök og var verðbilið frá 10.000 krónum upp í 35.000 krónur.Margrét Steinarsdóttir.Mynd/Stefán KarlssonMargrét Steinarsdóttir, stjórnarkona í Stígamótum, segist vita mörg dæmi þess að vændi sé auglýst með þessum hætti. „Þetta er mjög algeng leið til að selja vændi og ekki síður hér heldur en annarsstaðar." Margrét segir að loka eigi síðum sem þessum. „Í mínum huga er þetta ólöglegt. Það hlýtur að vera einhver ábyrgð á þeim sem á netþjón að tryggja það að þarna fari ekki fram ólöglegt athæfi." Rúmu hálfu ári eftir að lög voru samþykkt sem banna kaup á vændi hefur enginn verið ákærður. Margrét segir eftirfylgni hafa vantað. „Við erum með lög núna sem banna kaup á kynlífsþjónustu og við verðum að gera fólki grein fyrir því það er að fremja lögbrot ef það fylgir svona auglýsingum eftir," segir Margrét. Frá Einkamálum fengust þær upplýsingar að takmarkað eftirlit sé með síðunni um helgar. Þeir eigi þó gott samstarf við lögregluna og loki síðum þar sem grunur leikur á að verið sé að auglýsa vændi. Nú rétt fyrir fréttir hafði auglýsingin verið fjarlægð. Tengdar fréttir Rukkar 20 þúsund fyrir samfarir Kaup nokkurra karlmanna á vændi eru til rannsóknar hjá lögreglu en enginn hefur enn verið ákærður þótt hálft ár sé liðið frá því að vændiskaup voru bönnuð með lögum. Kolbrún Halldórsdóttir, ein þeirra sem barðist fyrir lagasetningunni, gagnrýnir lögreglu fyrir að setja vændiskaup ekki framar í forgangsröðina. 7. nóvember 2009 19:16 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira
Gríðarleg eftirspurn er eftir vændi hér á landi. Um hundrað manns svöruðu einkamálaauglýsingu sem fréttastofa setti á einkamál.is á tæpum sólarhring og vildu kaupa vændi af nítján ára gamalli stúlku. Tveir menn mæltu sér mót við tálbeitu fréttastofu. Það á að loka þeim síðum sem hýsa auglýsingar um vændi, segir stjórnarkona í Stígamótum. Á Íslandi er ekki ólöglegt að stunda vændi. Það er hinsvegar ólöglegt að hagnast á því, kaupa það og auglýsa. Fréttastofa útbjó prófíl á einkamálum.is fyrir tæpum sólarhring. Notast var við nafnið draumadis19 með vísan í aldur stúlkunnar. Hún sagðist bjóða upp á erótískt heilnudd gegn gjaldi. Hægt væri þó að semja um verð og ýmislegt fleira. Viðbrögðin létu ekki á sér standa, fyrirspurnir og tilboð um kaup á þjónustu hennar með svokölluðum - happy ending - bókstaflega flæddu inn. Óskir mannanna um kynlífsleiki og athafnir voru svo grófar að ekki er unnt að birta þær. Klukkan fjögur í dag höfðu 95 karlmenn og tvær konur sett sig í samband við Draumadís og óskað eftir að kaupa blíðu hennar. Rúmlega 1200 manns höfðu skoðað auglýsinguna. Fréttastofa mælti sér mót við fimm menn í dag. Tveir karlmenn mættu á staðinn, einn á fimmtugsaldri og einn á áttræðisaldri. Fyrir það hafði verið prúttað um verð fyrir kynmök og var verðbilið frá 10.000 krónum upp í 35.000 krónur.Margrét Steinarsdóttir.Mynd/Stefán KarlssonMargrét Steinarsdóttir, stjórnarkona í Stígamótum, segist vita mörg dæmi þess að vændi sé auglýst með þessum hætti. „Þetta er mjög algeng leið til að selja vændi og ekki síður hér heldur en annarsstaðar." Margrét segir að loka eigi síðum sem þessum. „Í mínum huga er þetta ólöglegt. Það hlýtur að vera einhver ábyrgð á þeim sem á netþjón að tryggja það að þarna fari ekki fram ólöglegt athæfi." Rúmu hálfu ári eftir að lög voru samþykkt sem banna kaup á vændi hefur enginn verið ákærður. Margrét segir eftirfylgni hafa vantað. „Við erum með lög núna sem banna kaup á kynlífsþjónustu og við verðum að gera fólki grein fyrir því það er að fremja lögbrot ef það fylgir svona auglýsingum eftir," segir Margrét. Frá Einkamálum fengust þær upplýsingar að takmarkað eftirlit sé með síðunni um helgar. Þeir eigi þó gott samstarf við lögregluna og loki síðum þar sem grunur leikur á að verið sé að auglýsa vændi. Nú rétt fyrir fréttir hafði auglýsingin verið fjarlægð.
Tengdar fréttir Rukkar 20 þúsund fyrir samfarir Kaup nokkurra karlmanna á vændi eru til rannsóknar hjá lögreglu en enginn hefur enn verið ákærður þótt hálft ár sé liðið frá því að vændiskaup voru bönnuð með lögum. Kolbrún Halldórsdóttir, ein þeirra sem barðist fyrir lagasetningunni, gagnrýnir lögreglu fyrir að setja vændiskaup ekki framar í forgangsröðina. 7. nóvember 2009 19:16 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira
Rukkar 20 þúsund fyrir samfarir Kaup nokkurra karlmanna á vændi eru til rannsóknar hjá lögreglu en enginn hefur enn verið ákærður þótt hálft ár sé liðið frá því að vændiskaup voru bönnuð með lögum. Kolbrún Halldórsdóttir, ein þeirra sem barðist fyrir lagasetningunni, gagnrýnir lögreglu fyrir að setja vændiskaup ekki framar í forgangsröðina. 7. nóvember 2009 19:16