Viðskipti innlent

Hljóta viðurkenningu fyrir árangur í markaðssetningu

Viktor og Sigfríð Eik fóru til New York þar sem þau tóku við verðlaunagrip í höfuðstöðvum American Express International.
Viktor og Sigfríð Eik fóru til New York þar sem þau tóku við verðlaunagrip í höfuðstöðvum American Express International.
American Express International veitti Kreditkorti hf. nýlega sérstaka innanhúsviðurkenningu fyrir árangur fyrirtækisins í markaðsmálum. Eitt ár er um þessar mundir liðið frá því að American Express hóf starfsemi hér á landi í samvinnu við Kreditkort, að fram kemur í tilkynningu. Þar segir að kortin hafi strax náði góðri fótfestu hérlendis og nú megi finna en American Express kort veskjum tuga þúsunda Íslendinga.

Viktor Ólason, framkvæmdastjóri Kreditkorts, og Sigfríð Eik Arnardóttir, markaðsstjóri Kreditkorts, fóru til New York af þessu tilefni, þar sem þau tóku við verðlaunagrip í höfuðstöðvum American Express International.

„Það hefur vakið undrun í höfuðstöðvunum hversu fljótt American Express náði fótfestu á íslenskum markaði. Þeir töldu það myndu ganga hægar fyrir sig, þar eð kreditkortamarkaðurinn hér á landi telst vera nokkuð þroskaður. Sjálfur hygg ég að þessa miklu útbreiðslu á fyrsta starfsári megi fyrst og fremst þakka því hvað Íslendingar eru nýjungagjarnir. Ennfremur tel ég að áherslan á vildarpunkta Icelandair sem megin fríðindaform kortanna hafi verið skynsamleg ráðstöfun," segir Viktor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×