Innlent

Ingibjörg Sólrún: Á erfitt með að fyrirgefa sér sjálfri

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, segist eiga erfitt með að fyrirgefa sjálfri sér í kringum hrunið og það að að hafa kallað fram þá reiði sem varð í samfélaginu á þeim tíma. Þetta kemur fram í viðtali sem sjónvarpsmaðurinn Sölvi Tryggvason tók við Ingibjörgu og verður sýnt á miðvikudagskvöldinu.

Þar hefur Sölvi eftir henni: „Ég held að reiðin sé mjög vont afl og það er eitt af því sem að ég ásaka sjálfan mig fyrir og á kannski erfiðast með að fyrirgefa sjálfri mér í kringum hrunið og það er það að hafa átt þátt í því að kalla fram alla þá reiði sem varð í samfélaginu."

Ingibjörg hætti afskiptum af stjórnmálum rétt fyrir síðustu þingkosningar en hún hafði greinst með mein í heila. Hún þurfti þá að gangast undir nokkrar aðgerðir sem gerðu það að verkum að hún sá sér ekki fært um að halda áfram í stjórnmálum. Við formennsku í Samfylkingunni tók Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×