Segir skötuselsákvæðið ekki klæðskerasniðið fyrir sig Kristján Már Unnarsson skrifar 11. nóvember 2009 18:45 Sex vikum áður en sjávarútvegsráðherra lagði fram frumvarp í gær um nýstárlega úthlutun skötuselskvóta keypti Grétar Mar Jónsson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins, þrjátíu tonna bát til að gera út á skötusel. Formaður Frjálslynda flokksins, Guðjón A. Kristjánsson, er nú sérlegur ráðgjafi ráðherra um breytingar á kvótakerfinu.Báturinn var áður hrefnuveiðibáturinn Njörður en nafnið breyttist í Salka GK í byrjun október þegar Grétar Mar fékk hann. Hann segist hafa greitt fimm milljónir fyrir kvótalausan bátinn en sjálfur var Grétar frumkvöðull í skötuselsveiðum við Reykjanes fyrir sex árum.Grétar segist bæði og hafa keypt bátinn með það í huga að veiða skötusel en fyrst og fremst út af fyrningunni sem boðuð var, bæði fyrir og eftir kosningar.Á heimasíðu Frjálslynda flokksins er skötuselsákvæðinu lýst sem fyrsta gatinu á kvótakerfinu og tekið fram að Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, hafi átt stóran hlut að máli í framgangi þessa jákvæða skrefs en Guðjón var í ágústmánuði ráðinn í sjávarútvegsráðuneytið til að undirbúa breytingar á fiskveiðilöggjöfinni.Grétar jánkar því að hann hafi haft vitneskju um það sem var í vændum í gegnum Guðjón en tekur fram að talað hafi verið um þetta strax eftir kosningar. Hann kveðst þekkja Jón Bjarnason sjálfan og hafi ekki þurft að nota Guðjón sem neinn milligöngumann í því. Jón hafi talað um að taka skötusel út úr kvóta, sem og rækju, sem hafi ekki orðið ennþá.Kílóið af þessum verðmæta fiski selst nú á um 600 krónur. Ákvæði frumvarpsins, sem lagt var fram í gær, um að viðbótarkvóta í skötusel verði úthlutað til nýrra aðila gegn 120 króna gjaldi, segir Grétar að brjóti blað í sögu kvótakerfisins.Spurður hvort skötuselsákvæðið væri nokkuð klæðskerasniðið fyrir hann, svarar Grétar að hann vildi að svo væri, - en svo sé ekki. Hann kveðst hafa verið án atvinnu og hafi þurft að búa sér til atvinnu sjálfur. Þetta sé það sem hann kunni; að veiða fisk. Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Sex vikum áður en sjávarútvegsráðherra lagði fram frumvarp í gær um nýstárlega úthlutun skötuselskvóta keypti Grétar Mar Jónsson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins, þrjátíu tonna bát til að gera út á skötusel. Formaður Frjálslynda flokksins, Guðjón A. Kristjánsson, er nú sérlegur ráðgjafi ráðherra um breytingar á kvótakerfinu.Báturinn var áður hrefnuveiðibáturinn Njörður en nafnið breyttist í Salka GK í byrjun október þegar Grétar Mar fékk hann. Hann segist hafa greitt fimm milljónir fyrir kvótalausan bátinn en sjálfur var Grétar frumkvöðull í skötuselsveiðum við Reykjanes fyrir sex árum.Grétar segist bæði og hafa keypt bátinn með það í huga að veiða skötusel en fyrst og fremst út af fyrningunni sem boðuð var, bæði fyrir og eftir kosningar.Á heimasíðu Frjálslynda flokksins er skötuselsákvæðinu lýst sem fyrsta gatinu á kvótakerfinu og tekið fram að Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, hafi átt stóran hlut að máli í framgangi þessa jákvæða skrefs en Guðjón var í ágústmánuði ráðinn í sjávarútvegsráðuneytið til að undirbúa breytingar á fiskveiðilöggjöfinni.Grétar jánkar því að hann hafi haft vitneskju um það sem var í vændum í gegnum Guðjón en tekur fram að talað hafi verið um þetta strax eftir kosningar. Hann kveðst þekkja Jón Bjarnason sjálfan og hafi ekki þurft að nota Guðjón sem neinn milligöngumann í því. Jón hafi talað um að taka skötusel út úr kvóta, sem og rækju, sem hafi ekki orðið ennþá.Kílóið af þessum verðmæta fiski selst nú á um 600 krónur. Ákvæði frumvarpsins, sem lagt var fram í gær, um að viðbótarkvóta í skötusel verði úthlutað til nýrra aðila gegn 120 króna gjaldi, segir Grétar að brjóti blað í sögu kvótakerfisins.Spurður hvort skötuselsákvæðið væri nokkuð klæðskerasniðið fyrir hann, svarar Grétar að hann vildi að svo væri, - en svo sé ekki. Hann kveðst hafa verið án atvinnu og hafi þurft að búa sér til atvinnu sjálfur. Þetta sé það sem hann kunni; að veiða fisk.
Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira