Segir skötuselsákvæðið ekki klæðskerasniðið fyrir sig Kristján Már Unnarsson skrifar 11. nóvember 2009 18:45 Sex vikum áður en sjávarútvegsráðherra lagði fram frumvarp í gær um nýstárlega úthlutun skötuselskvóta keypti Grétar Mar Jónsson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins, þrjátíu tonna bát til að gera út á skötusel. Formaður Frjálslynda flokksins, Guðjón A. Kristjánsson, er nú sérlegur ráðgjafi ráðherra um breytingar á kvótakerfinu.Báturinn var áður hrefnuveiðibáturinn Njörður en nafnið breyttist í Salka GK í byrjun október þegar Grétar Mar fékk hann. Hann segist hafa greitt fimm milljónir fyrir kvótalausan bátinn en sjálfur var Grétar frumkvöðull í skötuselsveiðum við Reykjanes fyrir sex árum.Grétar segist bæði og hafa keypt bátinn með það í huga að veiða skötusel en fyrst og fremst út af fyrningunni sem boðuð var, bæði fyrir og eftir kosningar.Á heimasíðu Frjálslynda flokksins er skötuselsákvæðinu lýst sem fyrsta gatinu á kvótakerfinu og tekið fram að Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, hafi átt stóran hlut að máli í framgangi þessa jákvæða skrefs en Guðjón var í ágústmánuði ráðinn í sjávarútvegsráðuneytið til að undirbúa breytingar á fiskveiðilöggjöfinni.Grétar jánkar því að hann hafi haft vitneskju um það sem var í vændum í gegnum Guðjón en tekur fram að talað hafi verið um þetta strax eftir kosningar. Hann kveðst þekkja Jón Bjarnason sjálfan og hafi ekki þurft að nota Guðjón sem neinn milligöngumann í því. Jón hafi talað um að taka skötusel út úr kvóta, sem og rækju, sem hafi ekki orðið ennþá.Kílóið af þessum verðmæta fiski selst nú á um 600 krónur. Ákvæði frumvarpsins, sem lagt var fram í gær, um að viðbótarkvóta í skötusel verði úthlutað til nýrra aðila gegn 120 króna gjaldi, segir Grétar að brjóti blað í sögu kvótakerfisins.Spurður hvort skötuselsákvæðið væri nokkuð klæðskerasniðið fyrir hann, svarar Grétar að hann vildi að svo væri, - en svo sé ekki. Hann kveðst hafa verið án atvinnu og hafi þurft að búa sér til atvinnu sjálfur. Þetta sé það sem hann kunni; að veiða fisk. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sjá meira
Sex vikum áður en sjávarútvegsráðherra lagði fram frumvarp í gær um nýstárlega úthlutun skötuselskvóta keypti Grétar Mar Jónsson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins, þrjátíu tonna bát til að gera út á skötusel. Formaður Frjálslynda flokksins, Guðjón A. Kristjánsson, er nú sérlegur ráðgjafi ráðherra um breytingar á kvótakerfinu.Báturinn var áður hrefnuveiðibáturinn Njörður en nafnið breyttist í Salka GK í byrjun október þegar Grétar Mar fékk hann. Hann segist hafa greitt fimm milljónir fyrir kvótalausan bátinn en sjálfur var Grétar frumkvöðull í skötuselsveiðum við Reykjanes fyrir sex árum.Grétar segist bæði og hafa keypt bátinn með það í huga að veiða skötusel en fyrst og fremst út af fyrningunni sem boðuð var, bæði fyrir og eftir kosningar.Á heimasíðu Frjálslynda flokksins er skötuselsákvæðinu lýst sem fyrsta gatinu á kvótakerfinu og tekið fram að Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, hafi átt stóran hlut að máli í framgangi þessa jákvæða skrefs en Guðjón var í ágústmánuði ráðinn í sjávarútvegsráðuneytið til að undirbúa breytingar á fiskveiðilöggjöfinni.Grétar jánkar því að hann hafi haft vitneskju um það sem var í vændum í gegnum Guðjón en tekur fram að talað hafi verið um þetta strax eftir kosningar. Hann kveðst þekkja Jón Bjarnason sjálfan og hafi ekki þurft að nota Guðjón sem neinn milligöngumann í því. Jón hafi talað um að taka skötusel út úr kvóta, sem og rækju, sem hafi ekki orðið ennþá.Kílóið af þessum verðmæta fiski selst nú á um 600 krónur. Ákvæði frumvarpsins, sem lagt var fram í gær, um að viðbótarkvóta í skötusel verði úthlutað til nýrra aðila gegn 120 króna gjaldi, segir Grétar að brjóti blað í sögu kvótakerfisins.Spurður hvort skötuselsákvæðið væri nokkuð klæðskerasniðið fyrir hann, svarar Grétar að hann vildi að svo væri, - en svo sé ekki. Hann kveðst hafa verið án atvinnu og hafi þurft að búa sér til atvinnu sjálfur. Þetta sé það sem hann kunni; að veiða fisk.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sjá meira