Erlent

Lögregla skaut þriggja ára dreng

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Lögregluþjónar í Suður-Afríku.
Lögregluþjónar í Suður-Afríku.

Mikill styr er nú meðal íbúa bæjarins Klipfontein View í Suður-Afríku eftir að lögreglumaður skaut þriggja ára gamlan dreng þar til bana á laugardaginn. Lögreglumaðurinn var, ásamt fleirum, í útkalli og leituðu þeir að byssumanni sem tilkynnt hafði verið um á staðnum. Lögreglumaðurinn sá pípu, sem hann taldi vera byssuhlaup, standa út um bílglugga og skaut á bílinn. Drengurinn reyndist þá hafa verið inni í bílnum, sem frændi hans á, og var óvopnaður. Ekkert fannst heldur í bílnum sem líktist byssu eða hluta af byssu. Lögreglan í Suður-Afríku hefur þá stefnu að skjóta með það fyrir augum að drepa telji hún sér ógnað með skotvopni. Síðasta árið hafa 912 manns látist í átökum við lögreglu þar í landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×