Nýtir skinn sem hefði annars verið fargað 12. nóvember 2009 06:00 Landbúnaðarráðherra var meðal þeirra sem fengu að sjá og finna áferð á jökkum, kápum og fylgihlutum sem unnin eru úr skinni smálamba sem drepast við burð eða stuttu eftir burð. Skinnin þykja einstaklega mjúk og falleg og fatnaðurinn hlýr en léttur. Fréttablaðið/Stefán Skinn af lömbum sem drepast við burð eða drepast áður en þau eru rekin á fjall eru nú nýtt í nýrri fatalínu Eggerts Jóhannssonar feldskera. „Íslendingar átta sig ekki alltaf á því hvað þeir eru með mikil verðmæti í kringum sig,“ segir Eggert, en fatnaðurinn sem hann kynnti í gær er afrakstur fyrsta ársins í þriggja ára tilraunaverkefni. Nýja fatalínan nefnist Born Again, en verkefnið er unnið í samstarfi Eggerts, Helgu Björnsson, fatahönnuðar í París, Landssamtaka sauðfjárbænda og Loðskinnu á Sauðárkróki. „Fyrsta skrefið hefur verið stigið í nýtingu á hráefni sem annars hefði verið hent,“ sagði Eggert feldskeri á kynningunni í gær. Skinnum af lömbum sem drepist hafa áður en hægt hefur verið að reka þau á fjall hefur jafnan verið fargað með skrokkunum. Sindri Sigurgeirsson segir að nú kunni þó að vera eftir einhverju að slægjast fyrir bændur að leggja sig eftir því að halda upp á þau. Bændur fá greiddar 1.250 krónur fyrir skinnið, en þurfa sjálfir að sjá um fláningu og að koma því í sútun. „Það verður því bara að koma í ljós hvort bændur geta gefið sér tíma í þetta á vorin þegar hvað mest er að gera,“ segir Sindri, en telur líklegt að fari bændur út í þetta þá reyni þeir að safna saman skinnunum og geyma í frysti svo að þau úldni ekki. „Þetta geta hins vegar orðið dálitlar upphæðir á stóru búi,“ segir hann, en þar sem fæðast milli 13 og 14 hundruð lömb að vori megi geta sér til að um 50 drepist við burð eða á fyrstu dögunum eftir burð. Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra, sem var viðstaddur kynninguna á Born Again-fatalínunni í gær, fagnaði því sérstaklega í ræðu sinni að hitta þar fyrir gamlan nemanda að norðan í forsvari fyrir vinnsluna á skinninu, Gunnstein Björnsson, framkvæmdastjóra Loðskinnu. „Það eykur enn á ágæti þessa starfs að skinnin eru sútuð og unnin hjá Loðskinni á Sauðárkróki,“ sagði hann, en kvaðst annars sem gamall sauðfjárbóndi vanur að hugsa til þess hvernig gjörnýta mætti landsins afurðir. „Ég er viss um að íslenskir bændur taka þessu vel.“ olikr@frettabladid.is Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Skinn af lömbum sem drepast við burð eða drepast áður en þau eru rekin á fjall eru nú nýtt í nýrri fatalínu Eggerts Jóhannssonar feldskera. „Íslendingar átta sig ekki alltaf á því hvað þeir eru með mikil verðmæti í kringum sig,“ segir Eggert, en fatnaðurinn sem hann kynnti í gær er afrakstur fyrsta ársins í þriggja ára tilraunaverkefni. Nýja fatalínan nefnist Born Again, en verkefnið er unnið í samstarfi Eggerts, Helgu Björnsson, fatahönnuðar í París, Landssamtaka sauðfjárbænda og Loðskinnu á Sauðárkróki. „Fyrsta skrefið hefur verið stigið í nýtingu á hráefni sem annars hefði verið hent,“ sagði Eggert feldskeri á kynningunni í gær. Skinnum af lömbum sem drepist hafa áður en hægt hefur verið að reka þau á fjall hefur jafnan verið fargað með skrokkunum. Sindri Sigurgeirsson segir að nú kunni þó að vera eftir einhverju að slægjast fyrir bændur að leggja sig eftir því að halda upp á þau. Bændur fá greiddar 1.250 krónur fyrir skinnið, en þurfa sjálfir að sjá um fláningu og að koma því í sútun. „Það verður því bara að koma í ljós hvort bændur geta gefið sér tíma í þetta á vorin þegar hvað mest er að gera,“ segir Sindri, en telur líklegt að fari bændur út í þetta þá reyni þeir að safna saman skinnunum og geyma í frysti svo að þau úldni ekki. „Þetta geta hins vegar orðið dálitlar upphæðir á stóru búi,“ segir hann, en þar sem fæðast milli 13 og 14 hundruð lömb að vori megi geta sér til að um 50 drepist við burð eða á fyrstu dögunum eftir burð. Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra, sem var viðstaddur kynninguna á Born Again-fatalínunni í gær, fagnaði því sérstaklega í ræðu sinni að hitta þar fyrir gamlan nemanda að norðan í forsvari fyrir vinnsluna á skinninu, Gunnstein Björnsson, framkvæmdastjóra Loðskinnu. „Það eykur enn á ágæti þessa starfs að skinnin eru sútuð og unnin hjá Loðskinni á Sauðárkróki,“ sagði hann, en kvaðst annars sem gamall sauðfjárbóndi vanur að hugsa til þess hvernig gjörnýta mætti landsins afurðir. „Ég er viss um að íslenskir bændur taka þessu vel.“ olikr@frettabladid.is
Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira