Innlent

Flensan í rénun á Íslandi, Írlandi og sums staðar í Bandaríkjunum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ýmislegt gert til að forðast svínaflensuna.
Ýmislegt gert til að forðast svínaflensuna.
Svínaflensan er í rénun á Íslandi, Írlandi og í suður- og suðausturhluta Bandaríkjanna, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni.

Hins vegar segir stofnunin að í stórum hluta Bandaríkjanna séu enn að berast upplýsingar um alvarleg tilfelli. Að auki hafi veiran breiðst út í stórum hluta Kanada og Mexíkó þar sem fyrstu alvarlegum tilfellin greindust fyrr á þessu ári.

Á meginlandi Evrópu og miðhluta Asíu eru jafnframt alvarleg tilfelli að koma upp eftir því sem fram kemur í frétt Reuters.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×