Orkuveitan segist geta staðið við skuldbindingar 14. nóvember 2009 13:27 Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Hjörleifur Kvaran, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Morgunblaðsins þar sem fullyrt var að fyrirtækið gæti lent í greiðslufalli. Í tilkynningunni segir Hjörleifur Orkuveitu Reykjavíkur gta fyllilega staðið undir skuldbindingum sínum. Rætt var við Hjörleif sjálfan í viðtali Morgunblaðsins og þar var hann spurður hvort möguleiki væri á greiðslufalli ef krónan veiktist meira. Því svaraði hann til að krónan mætti ekki veikjast mikið meira. Skuldir fyrirtæksins eru 227 milljarðar, að mestu í erlendri mynt. Lesa má tilkynninguna í heild sinni hér fyrir neðan: Í tilefni fréttar Morgunblaðsins í morgun vill Orkuveita Reykjavíkur árétta að fyrirtækið er fullkomlega fært um standa við skuldbindingar sínar gagnvart erlendum og innlendum lánveitendum. Stöðugar tekjur þess í íslenskri mynt og stöðugt vaxandi tekjur í erlendum gjaldeyri gera því fyllilega kleyft að greiða afborganir og vexti af lánum fyrirtækisins, hvort sem þau eru í erlendum gjaldmiðlum eða íslenskum krónum. Mikilvægt er að horfa til greiðsluflæðis OR þegar lagt er mat á greiðslugetu fyrirtækisins og þeirrar staðreyndar að 20% af tekjum Orkuveitu Reykjavíkur eru í erlendri mynt. Erlendar tekjur OR eru frá langtíma raforkusölusamningum og því er áhætta vegna þeirra óveruleg. Þrátt fyrir að gengi íslensku krónunnar félli um tugi prósenta standa hinar erlendu tekjur undir skuldbindingum fyrirtækisins í erlendum gjaldmiðlum. Slíkt myndi þó vissulega hafa neikvæð áhrif á eiginfjárstöðu OR og afl fyrirtækisins til framkvæmda. Við hrun íslenska efnahagskerfisins síðasta haust ákvað stjórn fyrirtækisins að ljúka framkvæmdum við 5. áfanga Hellisheiðarvirkjunar þar sem samningar um sölu raforkunnar voru frágengnir og tekjur af fjárfestingunni tryggðar. Gert er ráð fyrir að þessi áfangi verði gangsettur í árslok 2011 og kemur hann til með að skila OR um þriggja milljarða króna tekjum á ári í erlendri mynt. Jafnframt hefur fyrirtækið unnið áfram að fráveituframkvæmdum á Vesturlandi sem eru mikil umhverfisbót fyrir þann landshluta. Framkvæmdir OR á yfirstandandi ári hafa numið um 19 milljörðum króna og áætlaðar lántökur vegna þeirra um 17 milljarðar. Unnið er að frágangi á láni frá Evrópska fjárfestingabankanum vegna þessara framkvæmda og skuldabréfaútboði á innlendum markaði. Fjárfestingar næsta árs eru áætlaðar um 18 milljarðar króna vegna þessarar mannaflsfreku uppbyggingarverkefna. Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Hjörleifur Kvaran, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Morgunblaðsins þar sem fullyrt var að fyrirtækið gæti lent í greiðslufalli. Í tilkynningunni segir Hjörleifur Orkuveitu Reykjavíkur gta fyllilega staðið undir skuldbindingum sínum. Rætt var við Hjörleif sjálfan í viðtali Morgunblaðsins og þar var hann spurður hvort möguleiki væri á greiðslufalli ef krónan veiktist meira. Því svaraði hann til að krónan mætti ekki veikjast mikið meira. Skuldir fyrirtæksins eru 227 milljarðar, að mestu í erlendri mynt. Lesa má tilkynninguna í heild sinni hér fyrir neðan: Í tilefni fréttar Morgunblaðsins í morgun vill Orkuveita Reykjavíkur árétta að fyrirtækið er fullkomlega fært um standa við skuldbindingar sínar gagnvart erlendum og innlendum lánveitendum. Stöðugar tekjur þess í íslenskri mynt og stöðugt vaxandi tekjur í erlendum gjaldeyri gera því fyllilega kleyft að greiða afborganir og vexti af lánum fyrirtækisins, hvort sem þau eru í erlendum gjaldmiðlum eða íslenskum krónum. Mikilvægt er að horfa til greiðsluflæðis OR þegar lagt er mat á greiðslugetu fyrirtækisins og þeirrar staðreyndar að 20% af tekjum Orkuveitu Reykjavíkur eru í erlendri mynt. Erlendar tekjur OR eru frá langtíma raforkusölusamningum og því er áhætta vegna þeirra óveruleg. Þrátt fyrir að gengi íslensku krónunnar félli um tugi prósenta standa hinar erlendu tekjur undir skuldbindingum fyrirtækisins í erlendum gjaldmiðlum. Slíkt myndi þó vissulega hafa neikvæð áhrif á eiginfjárstöðu OR og afl fyrirtækisins til framkvæmda. Við hrun íslenska efnahagskerfisins síðasta haust ákvað stjórn fyrirtækisins að ljúka framkvæmdum við 5. áfanga Hellisheiðarvirkjunar þar sem samningar um sölu raforkunnar voru frágengnir og tekjur af fjárfestingunni tryggðar. Gert er ráð fyrir að þessi áfangi verði gangsettur í árslok 2011 og kemur hann til með að skila OR um þriggja milljarða króna tekjum á ári í erlendri mynt. Jafnframt hefur fyrirtækið unnið áfram að fráveituframkvæmdum á Vesturlandi sem eru mikil umhverfisbót fyrir þann landshluta. Framkvæmdir OR á yfirstandandi ári hafa numið um 19 milljörðum króna og áætlaðar lántökur vegna þeirra um 17 milljarðar. Unnið er að frágangi á láni frá Evrópska fjárfestingabankanum vegna þessara framkvæmda og skuldabréfaútboði á innlendum markaði. Fjárfestingar næsta árs eru áætlaðar um 18 milljarðar króna vegna þessarar mannaflsfreku uppbyggingarverkefna.
Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira