Orkuveitan segist geta staðið við skuldbindingar 14. nóvember 2009 13:27 Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Hjörleifur Kvaran, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Morgunblaðsins þar sem fullyrt var að fyrirtækið gæti lent í greiðslufalli. Í tilkynningunni segir Hjörleifur Orkuveitu Reykjavíkur gta fyllilega staðið undir skuldbindingum sínum. Rætt var við Hjörleif sjálfan í viðtali Morgunblaðsins og þar var hann spurður hvort möguleiki væri á greiðslufalli ef krónan veiktist meira. Því svaraði hann til að krónan mætti ekki veikjast mikið meira. Skuldir fyrirtæksins eru 227 milljarðar, að mestu í erlendri mynt. Lesa má tilkynninguna í heild sinni hér fyrir neðan: Í tilefni fréttar Morgunblaðsins í morgun vill Orkuveita Reykjavíkur árétta að fyrirtækið er fullkomlega fært um standa við skuldbindingar sínar gagnvart erlendum og innlendum lánveitendum. Stöðugar tekjur þess í íslenskri mynt og stöðugt vaxandi tekjur í erlendum gjaldeyri gera því fyllilega kleyft að greiða afborganir og vexti af lánum fyrirtækisins, hvort sem þau eru í erlendum gjaldmiðlum eða íslenskum krónum. Mikilvægt er að horfa til greiðsluflæðis OR þegar lagt er mat á greiðslugetu fyrirtækisins og þeirrar staðreyndar að 20% af tekjum Orkuveitu Reykjavíkur eru í erlendri mynt. Erlendar tekjur OR eru frá langtíma raforkusölusamningum og því er áhætta vegna þeirra óveruleg. Þrátt fyrir að gengi íslensku krónunnar félli um tugi prósenta standa hinar erlendu tekjur undir skuldbindingum fyrirtækisins í erlendum gjaldmiðlum. Slíkt myndi þó vissulega hafa neikvæð áhrif á eiginfjárstöðu OR og afl fyrirtækisins til framkvæmda. Við hrun íslenska efnahagskerfisins síðasta haust ákvað stjórn fyrirtækisins að ljúka framkvæmdum við 5. áfanga Hellisheiðarvirkjunar þar sem samningar um sölu raforkunnar voru frágengnir og tekjur af fjárfestingunni tryggðar. Gert er ráð fyrir að þessi áfangi verði gangsettur í árslok 2011 og kemur hann til með að skila OR um þriggja milljarða króna tekjum á ári í erlendri mynt. Jafnframt hefur fyrirtækið unnið áfram að fráveituframkvæmdum á Vesturlandi sem eru mikil umhverfisbót fyrir þann landshluta. Framkvæmdir OR á yfirstandandi ári hafa numið um 19 milljörðum króna og áætlaðar lántökur vegna þeirra um 17 milljarðar. Unnið er að frágangi á láni frá Evrópska fjárfestingabankanum vegna þessara framkvæmda og skuldabréfaútboði á innlendum markaði. Fjárfestingar næsta árs eru áætlaðar um 18 milljarðar króna vegna þessarar mannaflsfreku uppbyggingarverkefna. Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Hjörleifur Kvaran, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Morgunblaðsins þar sem fullyrt var að fyrirtækið gæti lent í greiðslufalli. Í tilkynningunni segir Hjörleifur Orkuveitu Reykjavíkur gta fyllilega staðið undir skuldbindingum sínum. Rætt var við Hjörleif sjálfan í viðtali Morgunblaðsins og þar var hann spurður hvort möguleiki væri á greiðslufalli ef krónan veiktist meira. Því svaraði hann til að krónan mætti ekki veikjast mikið meira. Skuldir fyrirtæksins eru 227 milljarðar, að mestu í erlendri mynt. Lesa má tilkynninguna í heild sinni hér fyrir neðan: Í tilefni fréttar Morgunblaðsins í morgun vill Orkuveita Reykjavíkur árétta að fyrirtækið er fullkomlega fært um standa við skuldbindingar sínar gagnvart erlendum og innlendum lánveitendum. Stöðugar tekjur þess í íslenskri mynt og stöðugt vaxandi tekjur í erlendum gjaldeyri gera því fyllilega kleyft að greiða afborganir og vexti af lánum fyrirtækisins, hvort sem þau eru í erlendum gjaldmiðlum eða íslenskum krónum. Mikilvægt er að horfa til greiðsluflæðis OR þegar lagt er mat á greiðslugetu fyrirtækisins og þeirrar staðreyndar að 20% af tekjum Orkuveitu Reykjavíkur eru í erlendri mynt. Erlendar tekjur OR eru frá langtíma raforkusölusamningum og því er áhætta vegna þeirra óveruleg. Þrátt fyrir að gengi íslensku krónunnar félli um tugi prósenta standa hinar erlendu tekjur undir skuldbindingum fyrirtækisins í erlendum gjaldmiðlum. Slíkt myndi þó vissulega hafa neikvæð áhrif á eiginfjárstöðu OR og afl fyrirtækisins til framkvæmda. Við hrun íslenska efnahagskerfisins síðasta haust ákvað stjórn fyrirtækisins að ljúka framkvæmdum við 5. áfanga Hellisheiðarvirkjunar þar sem samningar um sölu raforkunnar voru frágengnir og tekjur af fjárfestingunni tryggðar. Gert er ráð fyrir að þessi áfangi verði gangsettur í árslok 2011 og kemur hann til með að skila OR um þriggja milljarða króna tekjum á ári í erlendri mynt. Jafnframt hefur fyrirtækið unnið áfram að fráveituframkvæmdum á Vesturlandi sem eru mikil umhverfisbót fyrir þann landshluta. Framkvæmdir OR á yfirstandandi ári hafa numið um 19 milljörðum króna og áætlaðar lántökur vegna þeirra um 17 milljarðar. Unnið er að frágangi á láni frá Evrópska fjárfestingabankanum vegna þessara framkvæmda og skuldabréfaútboði á innlendum markaði. Fjárfestingar næsta árs eru áætlaðar um 18 milljarðar króna vegna þessarar mannaflsfreku uppbyggingarverkefna.
Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira