Innlent

Evrópusambandið opnar sendiskrifstofu á Íslandi

Óli Tynes skrifar
Össur Skarphéðinsson undirritaði samkomulagið ásamt  Benitu Ferrero-Waldner í Brussel í dag.
Össur Skarphéðinsson undirritaði samkomulagið ásamt Benitu Ferrero-Waldner í Brussel í dag. Mynd/AP

Össur Skarphéðinsson untanríkisráðherra undirritaði í dag í Brussel samkomulag um að Evrópusambandið opni sendiskrifstofu á Íslandi.

Það mun í raun vera sendiráð, en orðið sendiskrifstofa er notað þar sem um er að ræða ríkjasamband en ekki einstakt sjálfstætt ríki.

Sendiskrifstofan er opnuð vegna umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu og mun hefðbundið að slíkt sé gert í löndum sem hafa sótt um aðild.

Skrifstofan verður að líkindum mönnuð frá höfuðstöðvum Evrópusambandsins í Brussel.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×