Misrétti gegn rauðhærðum sjaldan tekið alvarlega 19. nóvember 2009 14:27 Rauhærðir á alþjóðlegum degi rauðhærðra í Hollandi. Íslenskufræðingurinn Esther Ösp Gunnarsdóttir segir misrétti gegn rauðhærðum sjaldnast tekið alvarlega. Sjálf er hún rauðhærð, fjölskyldan og kærastinn líka. Þar að auki þá skrifaði hún B.A. ritgerð í íslensku um rauðhærðar sögupersónur í barnabókum. Esther hefur meira að það segja prentað boli fyrir rauðhærða auk þess sem hún ásamt fjölskyldu halda úti síðunni, rauðhausar.com. Á Facebook er hvatt til þess að fólk taki þátt í svokölluðum „Kick a ginger day". Það mætti þýða sem: „Spörkum í rauðhærða-dagurinn". Samtök Heimilis og skóla hafa sent út tilkynningu þar sem yfirvöld eru beðin um að taka hart á slíku framferði. Þá hafa skólastjórnendur í Kópavogi sent foreldrum bréf vegna málsins og þau hvött til þess að fræða börnin sín. Í fjölmiðlum hefur komið fram að dagurinn hafi sprottið upp vegna Southpark-þáttar sem var sýndur fyrir allnokkru. Hann gekk út á að ein sögupersónan fór í nánast heilagt stríð við rauðhærða í bænum og sagði þá sálarlausa. Esther bendir hinsvegar á að dagurinn eigi sér eldri rætur. Í Bretlandi kallast dagurinn „Gingers bashing day" eða „lúberjum rauðhærða-dagurinn". Sá dagur er enn haldin hátíðlegur í minnst einum framhaldsskóla í Bretlandi. „Þetta eru frekar undarlegt viðbrögð hjá þjóð sem telur 15 prósent rauðhærðra," segir Esther en Bretar eiga hæsta hlutfall rauðhærðra í heiminum. Esther skrifaði ritgerð um rauðhærðar kjarnakonur í fjórum barnasögum. Það er að segja, Línu Langsokk, Fríðu framhleypnu, Önnu í Grænuhlíð og svo Sossu sólskinsbarn. „Þær eiga það sameiginlegt að vera ákveðnar, hugmyndaríkar, framhleypnar og dálítið sérstakar," segir Esther sem segist sjálf hafa fundið fyrir nokkurskonar fordómum vegna hárlitarins eins og flestir rauðhærðir að hennar sögn. Henni var strítt þegar hún var lítil, „en sjálf er ég mjög ákveðin þannig það hætti mjög fljótlega." Hún segir alla þá sem eru rauðhærðir vera mjög meðvitaðir um hárlitinn. Hann móti þá frekar sem persónur heldur en þegar einstaklingar eru dökkhærðir eða ljóshærðir. „Misrétti gagnvart rauðhærðum er sjaldnast tekið alvarlega," segir Esther og bendir á að ef dagurinn hefði heitið til að mynda: Spörkum í samkynhneigða-dagurinn. Eða: Spörkum í svarta-dagurinn. Þá yrði málið væntanlega lögreglumál fljótlega. „En það er gott að það sé verið að fjalla um þetta. Foreldrar þurfa náttúrulega að ræða almennt við börn um ofbeldi, þá ekki bara gegn rauðhærðum," segir Esther að lokum. Tengdar fréttir Hvetja skóla til þess að koma í veg fyrir ofbeldi gegn rauðhærðum Landsamtök foreldra - Heimili og skóli, beinir þeim tilmælum til skólastjórnenda að vekja athygli foreldra og nemanda á því að „Kick a ginger day“ framtakið, sem hefur verið boðað á Facebook, verði ekki liðið. 19. nóvember 2009 13:24 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Sjá meira
Íslenskufræðingurinn Esther Ösp Gunnarsdóttir segir misrétti gegn rauðhærðum sjaldnast tekið alvarlega. Sjálf er hún rauðhærð, fjölskyldan og kærastinn líka. Þar að auki þá skrifaði hún B.A. ritgerð í íslensku um rauðhærðar sögupersónur í barnabókum. Esther hefur meira að það segja prentað boli fyrir rauðhærða auk þess sem hún ásamt fjölskyldu halda úti síðunni, rauðhausar.com. Á Facebook er hvatt til þess að fólk taki þátt í svokölluðum „Kick a ginger day". Það mætti þýða sem: „Spörkum í rauðhærða-dagurinn". Samtök Heimilis og skóla hafa sent út tilkynningu þar sem yfirvöld eru beðin um að taka hart á slíku framferði. Þá hafa skólastjórnendur í Kópavogi sent foreldrum bréf vegna málsins og þau hvött til þess að fræða börnin sín. Í fjölmiðlum hefur komið fram að dagurinn hafi sprottið upp vegna Southpark-þáttar sem var sýndur fyrir allnokkru. Hann gekk út á að ein sögupersónan fór í nánast heilagt stríð við rauðhærða í bænum og sagði þá sálarlausa. Esther bendir hinsvegar á að dagurinn eigi sér eldri rætur. Í Bretlandi kallast dagurinn „Gingers bashing day" eða „lúberjum rauðhærða-dagurinn". Sá dagur er enn haldin hátíðlegur í minnst einum framhaldsskóla í Bretlandi. „Þetta eru frekar undarlegt viðbrögð hjá þjóð sem telur 15 prósent rauðhærðra," segir Esther en Bretar eiga hæsta hlutfall rauðhærðra í heiminum. Esther skrifaði ritgerð um rauðhærðar kjarnakonur í fjórum barnasögum. Það er að segja, Línu Langsokk, Fríðu framhleypnu, Önnu í Grænuhlíð og svo Sossu sólskinsbarn. „Þær eiga það sameiginlegt að vera ákveðnar, hugmyndaríkar, framhleypnar og dálítið sérstakar," segir Esther sem segist sjálf hafa fundið fyrir nokkurskonar fordómum vegna hárlitarins eins og flestir rauðhærðir að hennar sögn. Henni var strítt þegar hún var lítil, „en sjálf er ég mjög ákveðin þannig það hætti mjög fljótlega." Hún segir alla þá sem eru rauðhærðir vera mjög meðvitaðir um hárlitinn. Hann móti þá frekar sem persónur heldur en þegar einstaklingar eru dökkhærðir eða ljóshærðir. „Misrétti gagnvart rauðhærðum er sjaldnast tekið alvarlega," segir Esther og bendir á að ef dagurinn hefði heitið til að mynda: Spörkum í samkynhneigða-dagurinn. Eða: Spörkum í svarta-dagurinn. Þá yrði málið væntanlega lögreglumál fljótlega. „En það er gott að það sé verið að fjalla um þetta. Foreldrar þurfa náttúrulega að ræða almennt við börn um ofbeldi, þá ekki bara gegn rauðhærðum," segir Esther að lokum.
Tengdar fréttir Hvetja skóla til þess að koma í veg fyrir ofbeldi gegn rauðhærðum Landsamtök foreldra - Heimili og skóli, beinir þeim tilmælum til skólastjórnenda að vekja athygli foreldra og nemanda á því að „Kick a ginger day“ framtakið, sem hefur verið boðað á Facebook, verði ekki liðið. 19. nóvember 2009 13:24 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Sjá meira
Hvetja skóla til þess að koma í veg fyrir ofbeldi gegn rauðhærðum Landsamtök foreldra - Heimili og skóli, beinir þeim tilmælum til skólastjórnenda að vekja athygli foreldra og nemanda á því að „Kick a ginger day“ framtakið, sem hefur verið boðað á Facebook, verði ekki liðið. 19. nóvember 2009 13:24